fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Eyjan

Sósíalistar um Samherjamálið: „Auðvaldið rífur niður samfélagið. Sósíalisminn byggir það upp“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. nóvember 2019 22:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sósíalistafélag Íslands hefur sent frá sér ályktun vegna Samherjamálsins. Í henni er sósíalismi sagður vera svarið við arðráni auðvaldsins og svikum elítunnar gagnvart alþýðunni.

Ályktunin er eftirfarandi:

Allar stjórnir Sósíalistaflokks Íslands samþykktu eftirfarandi ályktun í kvöld:

Í tilefni af afhjúpun á glæpum Samherja í Namibíu og hvernig eigendum fyrirtækisins hefur tekist að sölsa undir sig auðlindir þarlendis, á Íslandi og víðar vill Sósíalistaflokkur Íslands ávarpa landsmenn:

Það sem þér ofbýður er grimmd auðvaldsins. Krafa almennings hlýtur að vera: Auðvaldið burt! Það sem þér ofbýður er aumingjaskapur stjórnmálaelítunnar. Krafa almennings hlýtur að vera: Elítuna burt! Það sem þér ofbýður er algjört valdaleysi alþýðunnar í samfélaginu: Krafa almennings hlýtur að vera: Valdið til fólksins!

Lausnin gegn arðráni auðvaldsins, svikum elítunnar gagnvart alþýðunni og valdaleysi almennings kallast sósíalismi. Gott samfélag verður aðeins byggt upp með lýðræði sem hvílir á jöfnuði, mannhelgi og samkennd. Auðvaldið rífur niður samfélagið. Sósíalisminn byggir það upp.

Fyrir hönd allra stjórna Sósíalistaflokks Íslands
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar
Andri Sigurðsson, formaður félagastjórnar
María Pétursdóttir, formaður málefnastjórnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu

Orðið á götunni: Verkstjórnin ber nafn með rentu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir

Gylfi Magnússon: Ekki hægt að tala um skattahækkanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gylfi Magnússon: Ekki vænlegt að treysta á velvilja og skjól Bandaríkjanna eins og við höfum gert

Gylfi Magnússon: Ekki vænlegt að treysta á velvilja og skjól Bandaríkjanna eins og við höfum gert
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó

Óttar Guðmundsson skrifar: Inntökureglur í Menntó
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025