fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Kristján kallaður á fund vegna Samherjamálsins

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. nóvember 2019 09:15

Kristján Þór Júlíusson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar, segir við Morgunblaðið að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegráðherra, hafi verið boðaður á fund nefndarinnar til að svara spurningum um málefni Samherja. Var það Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður og fulltrúi VG í nefndinni, sem óskaði eftir nærveru Kristjáns á fundinum. Sagði Lilja við Morgunblaðið að full ástæða væri til þess að fá Kristján á fundinn.

Kristján Þór er æskuvinur Þorsteins Más Baldvinsson, forstjóra Samherja sem vikið hefur tímabundið vegna málsins. Hefur Kristján ávallt sagst ætla að segja sig frá málum er varða Samherja sem lendi á sínu borði, en það hefur enn ekki gerst að hans sögn. Það hefur verið gagnrýnt, þar sem Samherji er stærsta útgerðargfélag landsins, og því varði allar nánast allar ákvarðanir sem Kristján Þór taki um sjávarútvegskerfið, Samherja að einhverju leyti.

Rætt á fundi utanríkismálanefndar einnig

Orðspor Íslands hefur verið sagt í hættu eftir að Samherjamálið komst upp og er líklegt að það verði einnig rætt á fundi utanríkismálanefndar á föstudag, sem utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson hefur verið boðaður á.

„Samherjamálið hefur náttúrlega ekkert að gera með utanríkisráðherra en það verður alveg örugglega rætt,“

segir formaður nefndarinnar, Sigríður Á. Andersen við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk