Mánudagur 09.desember 2019
Eyjan

Frú Vigdís Finnbogadóttir sæmd heiðursdoktorsnafnbót

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. nóvember 2019 12:00

Mynd- Forsætisráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði gesti á málþingi Háskólans á Akureyri á föstudaginn var um hin víðtæku áhrif Vigdísar Finnbogadóttur á samfélagið. Málþingið var haldið í tilefni þess að Vigdís var þann sama dag sæmd heiðursdoktorsnafnbót við HA.

Forseti lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpaði einnig þingið.

Forsætisráðherra fjallaði um hin víðtæku áhrif Vigdísar á sviði umhverfismála, jafnréttismála og menningarlegrar fjölbreytni og hafði orð á hinum miklu áhrifum Vigdísar fyrir að vera fyrirmynd heillar kynslóðar sem ólst upp við það að kona gegndi embætti forseta Íslands:

„Áhrif Vigdísar fólust nefnilega ekki aðeins í því að vera kjörin forseti þó að forsetakjörið eitt væri fágæt bylting heldur líka í því hvernig hún gegndi embættinu með sóma í sextán ár, reyndist framsýn í sínum áhersluatriðum og hefur haldið áfram að vera mjög virk og hafa mikil áhrif með sínum málflutningi. Fyrir það er ég þakklát og ég veit að þjóðin er það líka,“

sagði Katrín meðal annars, en ræðu hennar má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Efnahagslægð og niðurskurður á næsta leiti – Búast við að fækka starfsfólki um 600 manns

Efnahagslægð og niðurskurður á næsta leiti – Búast við að fækka starfsfólki um 600 manns
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Katrínu pólitíska skræfu sem klikkaði í dauðafæri- „Auðstéttin hefur öll tromp á hendi“

Segir Katrínu pólitíska skræfu sem klikkaði í dauðafæri- „Auðstéttin hefur öll tromp á hendi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ísland með ódýrustu heilbrigðisþjónustuna af Norðurlöndunum en lægstu framlögin – „Afleiðingarnar eru öllum augljósar“

Ísland með ódýrustu heilbrigðisþjónustuna af Norðurlöndunum en lægstu framlögin – „Afleiðingarnar eru öllum augljósar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur í jólaskapi – Sjáðu upphæð desemberuppbótarinnar

Ásmundur í jólaskapi – Sjáðu upphæð desemberuppbótarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fangar fá loksins geðheilbrigðisþjónustu – „Ekki aðeins viðunandi, heldur þannig að við getum verið stolt af“

Fangar fá loksins geðheilbrigðisþjónustu – „Ekki aðeins viðunandi, heldur þannig að við getum verið stolt af“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Íslensk stjórnvöld beðin um að uppræta spillingu í Angóla vegna Samherjamálsins

Íslensk stjórnvöld beðin um að uppræta spillingu í Angóla vegna Samherjamálsins