fbpx
Mánudagur 06.febrúar 2023
Eyjan

Sjáðu fjöldann á biðlista borgarinnar eftir félagslegu leiguhúsnæði – „Fjöldinn sem er að bíða er miklu meiri“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. nóvember 2019 10:37

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, fór vítt og breitt yfir það sem betur mætti fara í rekstri Reykjavíkurborgar í fyrri umræðu við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 og fimm ára áætlun hennar, í gær.

Sanna nefndi að í áætlun Reykjavíkurborgar stæði orðrétt:

 „Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár stutt vel við uppbyggingu á félagslegu leiguhúsnæði fyrir þann hóp sem ekki getur séð sjálfum sér og sínum fyrir húsnæði“.

Gefur skakka mynd

Sanna er ekki sammála þessari fullyrðingu. Hún benti á að samkvæmt tölfræðivef Reykjavíkurborgar væru alls 752 einstaklingar á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði, sem þó gæfi skakka mynd af raunástandinu:

„Mér finnst það ekki endurspegla góðan stuðning við uppbyggingu á félagslegu leiguhúsnæði. Að mínu mati hefur orðræða meirihlutans lagt höfuðáherslu á að árangur hafi náðst í því að stytta biðlistann, en ég sé hvað það eru margir ennþá á honum, það eru ennþá 752 einstaklinagar sem eru að bíða. Og þar af eru 191 að bíða eftir 3 herbergja íbúðum eða stærri íbúðum þannig að það má áætla að það séu barnafjölskyldur, þannig að fjöldinn sem er að bíða er miklu meiri en 752 einstaklingar, þar eru líka börn að bíða,“

segir Sanna og bætir við að fullyrðingar meirihlutans séu á skjön við tölfræðina:

„Þannig að þegar það er talað um að vel hafi verið stutt við uppbyggingu á félagslegu húsnæði þá sést það ekki í þessum tölum. Við verðum að tryggja það að þeir einstaklingar sem geta ekki séð sér og sínum fyrir húsnæði, komist í öruggt skjól.“

Félagsbústaðir gangi ekki upp

Sanna nefnir einnig Félagsbústaði, sem skilgreint er sem fjárhagslega sjálfstætt fyrirtæki í eigu borgarinnar, svokallað B-hluta fyrirtæki:

„Félag sem sér um félagslegar leiguíbúðir borgarinnar á að vera fjárhagslega sjálfstætt fyrirtæki. Hvernig gengur sú mynd upp? Ég veit að Reykjavíkurborg hefur veitt Félagsbústöðum einhver framlög en í grunninn gengur þetta ekki upp, þetta er á ábyrgð borgarinnar,“

segir Sanna og nefnir að sá tekjugrunnur sem eigi að standa undir rekstri Félagsbústaða, leigutekjur tekjulágra, geti ekki verið sá grunnur sem haldi uppi slíkri ábyrgð og fjárhagslegri sjálfbærni.

„Reykjavíkurborg ber hér ábyrgð fyrir því að tryggja að þeir sem eru að bíða eftir öruggu húsnæði komist í öruggt skjól en séu ekki að bíða til lengdar. Svo eru margir sem að komast ekki einu sinni á listann þar sem þeir uppfylla ekki skilyrðin um að geta fengið félagslega leiguíbúð en eru samt í brýnni þörf fyrir húsnæði en eru bara í ömurlegri stöðu og við sem borg þurfum að grípa inn í af meira krafti og ég sé ekki skýr merki þess í fjárhagsáætlunargerð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nikki Haley sögð ætla að takast á við Trump um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins

Nikki Haley sögð ætla að takast á við Trump um að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Búast við að eintak af fyrstu útgáfu af iPhone muni seljast á rúmar 7 milljónir króna á uppboði

Búast við að eintak af fyrstu útgáfu af iPhone muni seljast á rúmar 7 milljónir króna á uppboði
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sturlaðar staðreyndir Ragnars Þórs – „Bókstaflega að tapa sér í græðginni“

Sturlaðar staðreyndir Ragnars Þórs – „Bókstaflega að tapa sér í græðginni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Róbert lifir launadrauminn í Lúxemborg – „Mér verður samt hugsað til ykkar þegar ég opna launaumslagið mitt um næstu mánaðamót“

Róbert lifir launadrauminn í Lúxemborg – „Mér verður samt hugsað til ykkar þegar ég opna launaumslagið mitt um næstu mánaðamót“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristín ráðin framkvæmdastjóri Pírata

Kristín ráðin framkvæmdastjóri Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vísa ávirðingum Eflingar „til föðurhúsanna“ – Beita hvorki þrýstingi né hótunum

Vísa ávirðingum Eflingar „til föðurhúsanna“ – Beita hvorki þrýstingi né hótunum