fbpx
Þriðjudagur 15.október 2019  |
Eyjan

Heimilislausum fjölgað um 95% á fimm árum í Reykjavík – Reykjavíkurborg heldur málþing

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 7. október 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málþing verður haldið um heimilisleysi á alþjóðlegum degi heimilisleysis (worldhomlessday.org) 10. október næstkomandi. Þingið er haldið í samvinnu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Geðhjálpar, SÁÁ og Velferðarvaktarinnar og er yfirskrift þess Samfélag fyrir alla – ábyrgð allra, samkvæmt frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Á málþinginu verður kynnt vinna velferðarsviðs Reykjavíkur um endurskoðun á stefnu borgarinnar í málefnum heimilislauss fólks. Einnig verður kynnt vinna stýrihóps á vegum félagsmálaráðuneytisins um sama málefni. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, setur málþingið og því lýkur með pallborðsumræðum.

Mikil fjölgun heimilislausra

Árið 2017 voru heimilislausir alls 349 manns í Reykjavík eða 95% fleiri en árið 2012, samkvæmt skýrslu Velferðarráðuneytisins og Íbúðalánasjóðs. Voru 153 einstaklingar af þeim sagðir búa við ótryggar aðstæður, 118 voru í gistiskýlum, 58 voru með langtímabúsetuúrræði, 97 voru að ljúka stofnanavist og 76 voru á götunni að einhverju leyti.

Um helmingur þeirra sem voru skilgreindir sem utangarðs, voru á aldrinum 21-40 ára. Flestir höfðu verið heimilislausir í tvö ár eða lengur, eða alls 40%.

Mikill meirihluti þeirra eru Íslendingar, eða 86% samkvæmt tölum frá 2017.

Helsta orsök þess að einstaklingar lenda utangarð er misnotkun á áfengi og vímuefnum, en næst algengasta orsökin eru geðræn vandamál. Um 80% utangarðsmanna (142) með geðrænan vanda glíma einnig áfengis- og vímuefnavanda.

Samkvæmt Umboðsmanni Alþingis býður Reykjavíkurborg ekki upp á næg úrræði fyrir utangarðsfólk vegna bráðs húsnæðisvanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Ragnar: Kína ein stærsta ógnin við framtíð Norðurskautsins – Bregðist norðurslóðasamvinnan sé jörðin „töpuð“

Ólafur Ragnar: Kína ein stærsta ógnin við framtíð Norðurskautsins – Bregðist norðurslóðasamvinnan sé jörðin „töpuð“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hyggst efla starfsemina á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri

Hyggst efla starfsemina á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri