fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Freyja sigraði Barnaverndarstofu í Hæstarétti

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 30. október 2019 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur staðfesti í morgun dóm Landsréttar gegn Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu um að henni hafi verið mismunað vegna fötlunar í umsóknarferlinu um að taka barn í varanlegt fóstur. RÚV greinir frá.

Málið snerist ekki um að umsókn Freyju hefði verið hafnað, heldur um hvort Freyja hefði rétt á hefðbundnu ferli líkt og aðrir ófatlaðir áður en ákvörðunin um hvort hún fengi að taka að sér fósturbarn yrði tekin. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur hafnað kröfu Freyju um að fella úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðamála frá 2016, þar sem staðfest var ákvörðun Barnaverndarstofu frá 2015 um synjun á umsókn Freyju.

Barnaverndarstofu var því ekki heimilt að hafna umsókn Freyju án þess að gefa henni færi á að sitja námskeið fyrir mögulega fósturforeldra.

Taldi Freyja sér mismunað á grundvelli fötlunar hennar í málsmeðferðinni við umsóknina, en málið hófst fyrir fimm árum síðan, árið 2014, þegar hún sótti fyrst um að verða fósturforeldri.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling