fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Gunnar segist ekki beita klækjabrögðum – „Gott að vita að menn séu drukknir í vinnunni“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 3. október 2019 15:40

Jón Bjarni, til vinstri, er eigandi Dillon, en hægra megin er Gunnar Gunnarsson. Þeim ber ekki saman um málavöxtu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og Eyjan greindi frá í dag eru sum fyrirtæki við Laugaveginn ósátt við að nafn þeirra sé á undirskriftalista Miðbæjarfélagsins í mómælaskyni við lokun bílaumferðar við helstu verslunargötur miðborgarinnar, líkt og birtist í auglýsingu í Morgunblaðinu í morgun.

Talsmaður Miðbæjarfélagsins, Gunnar Gunnarsson, var sakaður um óheiðarleg vinnubrögð af eiganda Dillon sem og rakarastofunnar Barber og sagður hafa fengið undirskriftir fyrirtækjanna með vafasömum hætti. Í fyrsta lagi með því að fá annan starfsmann Dillon til að skrifa undir heldur en eigandann, og hinsvegar að hafa notfært sér ölvunarástand starfsmanna rakarastofunnar.

Alger brandari

Gunnar segir við Eyjuna að málavextir séu með allt öðrum hætti en gefið sé til kynna í tístinu frá Barber:

„Þeir eru þrír sem vinna þarna, einn þeirra var í fríi þegar ég mætti og því skildi ég listann eftir hjá þeim á fimmtudegi að mig minnir, og svo sótti ég listann á þriðjudegi. Þetta var á fimmtudagsmorgni, þeir voru þarna tveir og voru alveg harðir gegn götulokunum þá og fannst það fáránlegt. Þeir lögðu áherslu á að allir starfsmenn skrifuðu undir og báðu mig því að skilja listann eftir svo þessi sem var fjarverandi gæti skrifað undir líka. Þetta er bara alger brandari. En það er gott að vita að menn séu drukknir í vinnunni. En ég var ekki einu sinni á staðnum þegar þeir skrifuðu undir, það eru nú öll klækjabrögðin,“

sagði Gunnar við Eyjuna.

Sjá einnig: Fullyrða að þeir hafi verið blekktir:„Kom að okkur þar sem við sátum að sumbli og plataði okkur með klækjabrögðum“

Sjá einnig: Rekstaraðilar í miðborginni senda skýr skilaboð:Yfirvöld fá það óþvegið í auglýsingu í Morgunblaðinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur

Björn Jón skrifar: Vestrænt sjálfshatur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla

Thomas Möller skrifar: Meiri fræðsla, minni hræðsla
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?