fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Eyjan

Bók eftirmanns Davíðs vekur athygli: „Var Davíð Oddsson aðal útrásarvíkingurinn fyrir hrunið?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 2. október 2019 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, vekur athygli á upplýsingum sem fram koma í bók fyrrverandi seðlabankastjóra Íslands, norðmannsins Sveins Haralds Øygards, sem gegndi starfinu í fáeina mánuði árið 2009 eftir að Davíð Oddssyni var gert að hætta af Jóhönnu Sigurðardóttur.

Benedikt nefnir að meðan bankarnir fengu ekki fyrirgreiðslu erlendis hafi Seðlabanki Íslands lánað þeim hundruð milljarða króna gegn léttvægum veðum, milljarða sem studdu við útrásina.

Haft er eftir norskum bankamanni í bók Øygard, að seðlabankafjármögnun eigi aðeins að nota í neyð og til skamms tíma. Það gangi ekki að að nota hana til að fjármagna vöxt viðskiptabankanna. Bankarnir beri vissulega stærstu ábyrgðina, en Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hefðu átt að vita betur.

„Í Seðlabankanum vissu auðvitað sumir í hvað stefndi, en óttuðust að valda kreppu með því að benda á það óumflýjanlega. Á meðan stækkaði bólan.“

Sagan endurskrifuð af aðalleikendum

Benedikt segir að Øygard geri sér grein fyrir því að barátta aðalleikarana í hruninu snúist nú um að breyta fortíðinni og vitnar í orð hans:

„Enn þann dag í dag eru margir sem komu við sögu, bankamenn og stjórnmálamenn, að ráða til sín sagnfræðinga til að segja sögur sínar og móta frásögnina af atburðunum. Ýmist greiða þeir þeim sjálfir eða skattgreiðendur eru látnir blæða. Aðrir skrifa bara bækur.“

Varaði Davíð við

Í bókinni er einnig vitnað í sænskan seðlabankastjóra sem varaði Davíð Oddsson við þróuninni í aðdraganda hrunsins. Sagði sá sænski við Davíð í veiðiferð hér á landi sumarið 2006, að eitthvað væri að íslensku bönkunum. Hann hefði reynslu af slíkri þróun í Svíþjóð og bauð Davíð að hringja og ræða málin:

„Þetta hlaut að enda með ósköpum. Ég fór að senda æ fleiri sérfræðinga til Íslands. Þeir skoðuðu höfuðstól og eignarhald bankanna en þeir gátu ekki útskýrt hvaðan þeim bærist fjármagn til þess að halda áfram að vaxa.“

Ekki virðist Davíð hafa tekið ráðleggingum þess sænska, því lán seðlabankans til viðskiptabankanna þriggja stórhækkuðu frá og með árinu 2005 og fram til hrunsins:

„Bankinn sat uppi með innistæðulaus ástarbréfin eins og svikinn elskhugi og þjóðin fékk skellinn,“ segir Benedikt. „Seðlabanki Evrópu hafði líka tekið grandalaus við þessum tryggu bréfum, en í mars 2008 lokaði Jean Claude Tricet, þáverandi seðlabankastjóri Evrópu, á viðskiptin. Seðlabanki Íslands hélt áfram sinni starfsemi fram að hruni. Øygard segir: „Annar seðlabankanna tveggja varð ekki fyrir neinu tjóni. Hinn varð að endurfjármagna.“

Davíð stærsti útrásarvíkingurinn ?

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, vekur athygli á skrifum Benedikts um bók Øygards og segir um þau:

„Var Davíð Oddsson aðal útrásarvíkingurinn fyrir hrunið? Þetta útskýrir amk. hrunlánið sem tilraun til þess að bjarga eigin klúðri.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld

Björn Jón skrifar – Tímamótasamningur fyrir hálfri öld
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir

„Af hverju í ó­sköpunum er ekki ráðist að rót vandans?“ spyr Sigmundur Ernir
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni

Talið öruggt að Kristrún bjóði sig fram til forystu hjá Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“

Þjóðirnar tvær í landinu búa við mismunandi aðstæður segir Ragnhildur – „Alþýðan sem fær e.t.v. brauðmola“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu

Bændasamtökin telja sig vita lausnina á vanda Úkraínu – Tilbúin að veita aðstoð í málinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins

Meirihlutinn telur hvalveiðar skaða orðspor landsins