fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Vilhjálmur um forstjóra Landsvirkjunar – „Laug hann vísvitandi að íslensku þjóðinni“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. október 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ, hefur átt í stappi við Landsvirkjun undanfarin misseri. Hann segir að nýir raforkusamningar muni hækka kostnað raforku til Norðuráls og Elkem á Grundartanga um fimm milljarða á ári, en til samanburðar sé það 75% af öllum greiddum auðlindagjöldum í sjávarútvegi árið 2019. Þá sé Landsvirkjun að þvinga stórnotendur raforku til niðurskurðar með háu raforkuverði, sem leiði til uppsagna félagsmanna hans.

Hefur Vilhjálmur áður sakað Landsvirkjun um að „slátra“fyrirtækjum markvisst til að réttlæta lagningu sæstrengs.

Sjá nánar: Vilhjálmur segir Landsvirkjun „slátra“ fyrirtækjum markvisst til að réttlæta sæstreng

Leiði til uppsagna og tekjataps

Vilhjálmur segir nýja samninga leiða til lækkunar launakostnaðar og uppsagna félagsmanna sinna og að ríki- og sveitarfélög verði af þó nokkrum tekjum vegna raforkuverðsins:

„Nú liggur fyrir að starfsmönnum Elkem Ísland á Grundartanga hefur verið tilkynnt að til að mæta þessari gríðarlegu hækkun á raforku muni fyrirtækið grípa til róttækra mótvægisaðgerða t.d. með því að lækka launakostnað um 322 milljónir á ári sem er lækkun um rúm 15%. Það verður m.a. gert með því að fækka starfsmönnum um 15% Einnig hefur fyrirtækið tilkynnt um fjárfestingarstopp, nema það sem lýtur að nauðsynlegu viðhaldi búnaðar og einnig mun þetta koma niður á þeim fyrirtækjum sem eru að þjónusta fyrirtækið. Það liggur semsagt fyrir að þessi gríðarlega raforkuhækkun mun valda því að skera á niður launakostnað um 322 milljónir á ári sem þýðir að skatttekjur til ríkis-og sveitafélaga munu lækka um 119 milljónir á ári. Það má áætla að sveitafélögin verði af 45 milljónum í skatttekjur.“

Vilhjálmur bætir við að verið sé að leggja atvinnuöryggi og lífsviðurværi sinna félagsmanna í hættu, en hefur litlar áhyggjur af eigendum fyrirtækjanna:

„Formaður vill að það komi skýrt fram að honum er „skítsama“ um eigendur þessara fyrirtækja en mér er alls ekki sama um atvinnuöryggi og lífsviðurværi minna félagsmanna!“

Hörður sé lygari

Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Hann var til viðtals í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á þriðjudag en að sögn Vilhjálms var sú framganga honum ekki til sóma:

„Þau svör sem hann gaf í þessum þætti eru að dómi formanns ekki forstjóra Landsvirkjunar sæmandi enda laug hann vísvitandi að íslensku þjóðinni, meðal annars til að afvegaleiða umræðuna um eina af mikilvægustu auðlindunum sem íslenska þjóðin á sem eru orkuauðlindirnar,“

segir Vilhjálmur og rekur síðan svör Harðar í þættinum í löngu máli. Nefnir hann að Hörður hafi neitað að svara fyrir kostnað á athugunum Landsvirkjunar á því að leggja sæstreng, þar sem ekki sé hægt að ræða málefni einstaka viðskiptavina:

„Takið eftir, forstjóri Landsvirkjunar neitar að svara fyrirspurn um kostnað vegna þess að hann lítur á sæstreng eins og hvern annan „viðskiptavin“! Í hvaða umboði er forstjóri LV að eyða jafnvel stórum upphæðum við að kanna lagningu á sæstreng þegar liggur fyrir að stjórnvöld eru á móti lagningu á slíkum sæstreng til Íslands?“

Algert bull

Þá segir Vilhjálmur að Hörður hafi farið með staðlausar staðreyndir varðandi orkuverð sem Landsvirkjun væri að bjóða Elkem. Hörður hélt því fram að Elkem væri að fá hagstæðasta verðið sem í boði væri á raforkumarkaði:

„Það sem forstjóri Landsvirkjunar sleppir að nefna er að t.d. í Noregi þar sem verðið í dag er um 41 dollari á MW er norska ríkið að endurgreiða raforku vegna CO2 um 11 dollara á MW og einnig segir hann ekki frá því að flutningskostnaður er um 4 dollurum lægri á MW en hér á landi. /

Formanni reiknast til að Elkem sé að greiða um eða yfir 33 dollara fyrir MW í nýjum samningi og því er þessi staðhæfing forstjóra Landsvirkjunar algert bull. Forstjóri LV sagði einnig að verðið sem Elkem hafi verið að greiða hafi einungis verið helmingur af kostnaðarverði LV og með nýja raforkuverðinu sé verðið ennþá undir kostnaðarverði Landsvirkjunar. Að forstjóri Landsvirkjunar skuli voga sér að leggja svo rakalausa þvælu á borð fyrir þjóðina er með ólíkindum. Hér lýgur forstjóri Landsvirkjunar meðvitað að þjóðinni enda er hann að tala um kostnaðarverð á nýrri virkjun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki