fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Veikleikar ESB birtast í Katalóníu og árás Tyrkja á Kúrda

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. október 2019 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein grundvallarregla Evrópusambandsins er að reyna að halda friðinn. Þetta er líkt og skrifað inn í erfðaefni ESB. Ein afleiðingin af því er að sambandið getur oft virst veiklað og ráðvillt – eins og því sé ómögulegt að taka af skarið í stórum heimspólitískum átökum. Franski stjórnmálamaðurinn Ségolène Royal talaði reyndar enga tæpitungu í síðasta Silfri. Þar ræddi hún norðurheimskautasvæðin, mælti ákaft fyrir umhverfisvernd, gegn rányrkju, olíuvinnslu og valdabrölti Bandaríkjanna, Kína og Rússlands.

Þarna eigum við Íslendingar fulla samleið með Evrópusambandinu. Það kæmi sér best fyrir okkur ef Norðurheimskautið væri friðað – líkt og Suðurheimskautið.

En svo getur Evrópusambandið virst skelfing ófullburða. Við getum nefnt árás Tyrklands á Kúrda. Hún er á sinn hátt í boði Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, en Evrópusambandið fer mjög varlega í að fordæma Tyrki. Skýringin er einföld. Tyrkir eru lykill að því að halda flóttamannastraumi í gegnum Miðausturlönd í skefjum. Árið 2015 hafði straumur flóttamanna, aðallega frá Sýrlandi, gríðarleg áhrif á stjórnmál í Evrópu – og reyndar víðar. Erdogan hefur í bakhöndinni hótun um að senda 3,5 milljón flóttamanna til Evrópu

Annað nýtt dæmi er Katalónía. Langir fangelsisdómar yfir katalónskum stjórnmálamönnum eru hneisa. Það verður þó að segjast eins og er að síðustu tilraunir katalónskra sjálfsstæðissinna til að slíta sig frá Spáni voru gönuhlaup. Réttarhöldin og dómarnir eru hins vegar eins og að hella olíu á eld. Evrópusambandið er sem lamað gagnvart þessum þessari valdníðslu spænskra stjórnvalda. Vegna þess inntaks sambandsins að þurfa að ná sem breiðastri samstöðu getur það ekki fordæmt eða gripið inn í – eins og Katalónar heimta nú.

Fyrir vikið getur ESB oft litið út eins og það sér rúið af hugsjónum, þori eða kjarki. Tyrkland og Katalónía afhjúpa veikleika. En á hinn bóginn er það líka kostur í mörgum málum að þurfa sífellt að gera málamiðlanir, sætta sjónarmið. Veröldinni stafar meiri ógn af hinum einstrengingslegu en þeim sem vilja semja.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðbergur býður sig fram til forseta – Mun minnka við sig ef hann flytur til Bessastaða

Guðbergur býður sig fram til forseta – Mun minnka við sig ef hann flytur til Bessastaða