fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
Eyjan

Ólafur mikið fjarverandi vegna veikinda: Kallaði ekki inn varaþingmann, sem kemur úr öðrum flokki

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 16. október 2019 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, áður þingmaður Flokks fólksins, hafði þangað til í gær verið skráður með fjarvistir á þingi frá miðjum september. Hann hafði ekki tilkynnt um veikindaleyfi, né kallað inn varamann, en varamaður Ólafs er Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, en líkt og kunnugt er var þeim Ólafi og Karli Gauta Hjaltasyni vikið úr Flokki fólksins í kjölfar Klausturmálsins.

Ólafur sagði við Eyjuna í gær að andrúmsloftið í þjóðfélaginu væri þannig, að ekki væri hyggilegt að kalla inn varamann, þar sem það væri svo kostnaðarsamt, en viðurkenndi að hann hefði glímt við veikindi:

„Ég hef verið með fjarvist eins og það heitir. Það er ekki að mæta illa, fjarvist er tilkynning að hálfu þingmanns um að hann geti ekki mætt. En ég hef glímt við veikindi og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. En svo liggur nú í loftinu óbein áskorun um að menn fari sér með gát í þessum efnum, það er kostnaðarsamt fyrir Alþingi að kalla inn varamann,“

segir Ólafur en kostnaður Alþingis vegna innköllunar á varamönnum milli áranna 2011 og 2018 var um 166 milljónir króna. Hefur fjöldi varamanna sem tekur sæti á þingi farið vaxandi síðustu ár, úr 23 árið 2011 upp í 57 miðað við október í fyrra. Meðalkostnaður Alþingis  vegna eins varaþingmanns í eina viku var um 400 þúsund krónur í fyrra og fór alls yfir 23 milljónir.

Engin þörf á varamanni

Aðspurður hvort ekki væri heiðarlegra gagnvart þinginu að tilkynna um veikindaleyfi, í stað þess að sinna ekki mætingarskyldunni á Alþingi en vera samt á fullum launum, sagði Ólafur reglurnar alveg skýrar:

„Ég er í mjög einfaldri stöðu með það, reglur um varaþingmenn eru alveg ljósar, það er algerlega á valdi þingmanns hvort hann kalli til varaþingmann. Alþingi er alveg fullkomlega upplýst um ástæðuna fyrir þessu, það þarf ekkert að tala um neinn heiðarleika í því.“

sagði Ólafur.

Aðspurður hvort það stríddi ekki gegn hagsmunum Miðflokksins að kalla inn varamann frá Flokki fólksins og allt væri gert til að ekki kæmi til þess, neitaði Ólafur því:

„Það er helst þörf fyrir varaþingmenn þegar mikið stendur til, í eins og í atkvæðagreiðslum, en það er ekkert í núverandi stöðu sem kallar á varamann.“

Ókunnugur reglum um veikindaleyfi

Þingmenn, líkt og aðrir á vinnumarkaði, þurfa að framvísa læknisvottorði til að fá greitt fyrir þann tíma sem tapast í vinnu vegna veikinda. Hinsvegar virðist það ekki hafa komið til greina hjá Ólafi, sem sagðist ekki vera kunnugt um reglurnar varðandi veikindaleyfi:

„Veistu ég hef ekki hugmynd um það hvernig þau mál snúa að mér persónulega. Ég hef nú verið við ýmis þingleg störf þó ég hafi ekki verið að mæta á þingið. Það eru ýmis tilfallandi störf, eins og að koma fram í fjölmiðlum,“

sagði Ólafur.

Þingmönnum í sjálfsvald sett að kalla inn varamenn

Samkvæmt  þingskapalögum er meginreglan að þingmönnum sé skylt að sækja þingfundi nema nauðsyn banni. Ef þeir forfallast ber þeim að tilkynna forseta það áður en þingfundur hefst og þá eru þeir skráðir með forföll á fjarvistaskrá.

Samkvæmt heimildum Eyjunnar meðal þingmanna hefur skapast hefð fyrir því að ef þingmaður er veikur í tvær vikur hafi skrifstofustjóri samband við þingmanninn og óskar góðfúslega eftir að hann kalli inn varamann sem og skrái sig í veikindaleyfi, sjái hann fram á frekari fjarvistir.

Skrifstofustjóri Alþingis, Ragna Árnadóttir, gat ekki staðfest þessa hefð fyrir blaðamanni Eyjunnar:

„Fyrirkomulagið er þannig að þingmaður eða starfsmaður þingflokks tilkynnir um fjarvist, og fyrir því geta verið ýmsar ástæður og fær þá viðkomandi þingmaður fjarvistarleyfi, og er það skráð í fundargerð hvers þingfundar á vefnum. Þá get ég ekki staðfest þá hefð sem þú nefnir, og ítreka að það er á ábyrgð þingmanns að tilkynna forföll og ástæður þeirra.“

Haraldur tilkynnti um veikindi

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, greindi frá því á Facebook-síðu sinni í fyrra að hann væri að stríða við veikindi og hefði verið ráðlagt að taka sér hvíld frá þingstörfum. Taldi hann eðlilegra að fólk frétti af veikindum sínum frá honum sjálfum, þar sem spurst hefði verið fyrir um fjarvistir hans af þinginu. Tók varaþingmaðurinn Teitur Björn Einarsson sæti hans á meðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hluthafar stefna Hval – Segir þetta þýða að félagið yrði leyst upp

Hluthafar stefna Hval – Segir þetta þýða að félagið yrði leyst upp
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína um Katrínu – „Stórhættulegur forsætisráðherra“

Steinunn Ólína um Katrínu – „Stórhættulegur forsætisráðherra“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmundur segir að markmiðið sé að neyða fólk í strætó

Sigmundur segir að markmiðið sé að neyða fólk í strætó
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví eftir atvik í vinnunni – Fá ekki greitt

Lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví eftir atvik í vinnunni – Fá ekki greitt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formenn stjórnmálaflokkanna funda um tímasetningu næstu þingkosninga

Formenn stjórnmálaflokkanna funda um tímasetningu næstu þingkosninga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dökkar efnahagshorfur en fyrirhyggja síðustu ára kemur sér vel

Dökkar efnahagshorfur en fyrirhyggja síðustu ára kemur sér vel
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn

Segir að ríkisstjórnin hafi sýnt styrk sinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví segir Kolbeini að „fokka sér“

Björn Leví segir Kolbeini að „fokka sér“