fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Eyjan

Styrmir: Staðan er áhyggjuefni fyrir stjórnarflokkana

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. október 2019 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, fer yfir stöðu stjórnmálaflokkanna nú þegar kjörtímabilið er hálfnað:

„Staðan á miðju kjörtímabili er áhyggjuefni fyrir stjórnarflokkana, þótt ekki verði annað sagt en að þeim hafi tekizt býsna vel að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Vextir fara lækkandi og verðbólgu er haldið í skefjum. Áhyggjuefnið fyrir stjórnarflokkana er hins vegar undirliggjandi vandi af öðrum ástæðum. Orkupakkinn er eitt þeirra. Annað tengist Kjararáðinu sáluga,“

segir Styrmir og nefnir niðurstöður kannanna:

„…þar sem Sjálfstæðisflokkur virðist búinn að missa helming hefðbundins fylgis síns, Framsóknarflokkurinn stríðir við tilvistarvanda og VG býr við erfiðan mótvind. Það er þó jákvætt fyrir Sjálfstæðisflokk, að vísbendingar eru um að forystusveit hans sé að vakna upp við vondan draum og átta sig á að kosningar vinnast ekki með því að loka augunum fyrir því, sem að flokknum snýr. Raunsætt mat á þeirri stöðu er fyrsta skref til þess að snúa dæminu við. En þessa stundina hefur Miðflokkurinn meðvind,“

segir Styrmir en Miðflokkurinn mælist nú stærstur stjórnarandstöðuflokka og er næst-stærsti flokkurinn á þingi, miðað við könnun MMR, hvar hann fékk tæplega 15 prósenta fylgi. Munurinn á Miðflokki og Samfylkingu mældist þó innan skekkjumarka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley

Thomas Möller skrifar: Sögueyjan Sikiley
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Ísland mjög vel sett miðað við önnur lönd

Jón Guðni Ómarsson: Ísland mjög vel sett miðað við önnur lönd
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann