fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Íbúðalánasjóður: Hægist á fasteignamarkaðnum

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. október 2019 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umsvif byggingageirans minnkuðu lítillega í maí og júní sé miðað við veltu en á fyrstu mánuðum ársins hafði þegar tekið að hægja á vexti hans. Samdrátturinn er svipaður og í öðrum atvinnugreinum, en sögulega hafa sveiflur í byggingariðnaði oft verið meiri. Eins hefur dregið úr innflutningi á byggingarhráefnum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs, en helstu punktar skýrslunnar eru:

  • Hægst hefur á fasteignamarkaðnum eftir mikla siglingu undanfarinna ára. Meðalsölutími íbúða annarra en nýbygginga hefur þó haldist nokkuð stöðugur lengi á höfuðborgarsvæðinu.
  • Dregið hefur úr veltu í byggingariðnaði á árinu og innflutningur á byggingarhráefnum hefur verið að dragast saman.
  • Árshækkun á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu er nú minni en hækkun almenns verðlags miðað vísitölu neysluverðs. Hækkunin er þó meiri annars staðar.
  • Árshækkun leiguverðs hefur einnig verið hófleg á höfuðborgarsvæðinu og mælist nú neikvæð á Suðurnesjum og Austurlandi. Hins vegar hefur það hækkað verulega á Suðurlandi.
  • Endurteknar stýrivaxtalækkanir hafa leitt til lægri vaxta á fasteignalánum. Þrátt fyrir betri kjör fyrir lánþega hefur dregið úr nýjum íbúðalánum.

Íbúðaverð hækkar nú mest á landsbyggðinni

Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 2,4% í ágúst samkvæmt vísitölu paraðra íbúðaviðskipta. Megnið af þeirri hækkun átti sér stað í september til desember í fyrra, hækkunin á fyrstu átta mánuðum þessa árs er aðeins um 0,5%. Árshækkun íbúðaverðs í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins nam 6,3% og annars staðar á landsbyggðinni um 3%. Meðalsölutími íbúða hefur haldist nokkuð stöðugur á árinu en meðalsölutími nýrra íbúða lækkaði aftur eftir að hafa hækkað í maí síðastliðnum.

Hóflegar hækkanir á leiguverði höfuðborgarsvæðinu

Talsverður munur er á þróun leiguverðs eftir landssvæðum. Árshækkun á leiguverði mældist 5,2% á höfuðborgarsvæðinu í ágúst á sama tíma og almennt verðlag hækkaði um 3%. Á Suðurnesjum lækkaði leiguverð hins vegar á milli ára, eftir mjög kröftugar hækkanir árið þar á undan. Leiguverð á Suðurlandi hefur haldið áfram að hækka verulega eða um 17,2%, en á Austurlandi hefur það lækkað um 14% frá sama tíma árið 2018.

Fleiri leigjendur telja að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir 6 mánuði en hefur verið og áfram eru tiltölulega fáir leigjendur sem telja líklegt eða öruggt að þeir muni kaupa sér fasteign á næstu 6 mánuðum.

Umsóknir um húsnæðisbætur eru einnig misjafnar eftir landshlutum, en tiltölulega margir hlutfallslega á Suðurnesjum og fáir á Suðurlandi og Austurlandi eru meðal umsækjenda.

Vextir farið áfram almennt lækkandi

Vextir Seðlabankans hafa lækkað um 1,25 prósentustig frá því í maí síðastliðnum sem hefur leitt til þess að vextir á fasteignalánum hafa einnig lækkað. Lækkunin er þó misjöfn, allt frá 0,5 prósentustigum og að 1,7 prósentustigum. Aðeins hefur dregið úr nýjum íbúðalánum bæði frá fyrri mánuði og frá sama mánuði árinu áður. Mikill munur er þó á samsetningu nýrra lána en ný óverðtryggð lán hafa aukist um 41% á milli ára meðan verðtryggð lán hafa dregist saman um 51%.

Merki um lítinn samdrátt

Starfsfólk í byggingariðnaði með erlent lögheimili hefur farið fækkandi undanfarin tvö ár og fækkar enn.  Starfsfólki með íslenskt lögheimili hefur hins vegar ekki verið fleira síðan árið 2008 og heildarfjöldi starfsfólks í greininni er því enn með mesta móti. Því fjölgar þó hægar en áður og voru 3% fleiri á öðrum ársfjórðungi þessa árs en á sama tíma í fyrra.

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér: https://www.ils.is/um-okkur/frettir/frett/2019/10/15/Husnaedismarkadurinn-Manadarskyrsla-oktober-2019/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun