fbpx
Fimmtudagur 28.janúar 2021
Eyjan

25% Pólverja á Íslandi kusu öfgahægriflokk sem á rætur í nýnasisma

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. október 2019 10:33

Margir hafa áhyggjur í tengslum við fjölgun innflytjenda og flóttafólks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina fóru fram þingkosningar í Póllandi, þar sem stjórnarflokkurinn Lög og réttur fékk yfir 44 prósent atkvæða. Alls tóku 2656 pólverjar búsettir á Íslandi þátt í kosningunum samkvæmt tölum frá pólska sendiráðinu, en alls eru búsettir hér tæplega 20 þúsund pólverjar samkvæmt Þjóðskrá og kosningaáhuginn því ekki mikill sé miðað við þessar tölur.

Hér á landi voru niðurstöðurnar nokkuð á skjön við heildarúrslit kosninganna, þar sem Lög og réttur fékk aðeins rúm 17 prósenta kosningu hér á landi.

Á Íslandi kusu flestir pólverjar Vinstri bandalagið, eða 729 manns, rúm 27 prósent. Flokkurinn þurrkaðist út af þingi árið 2015 en fékk nú alls 12.6 prósent atkvæða sem telst góður sigur.

Á Íslandi kusu næstflestir bandalag öfga hægriflokka, Bandalag um frelsi og sjálfstæði. Hann er samansafn minni flokka sem sumir eiga rætur í nýnasisma, en hann fékk 682 atkvæði hér á landi eða tæp 26 prósent atkvæða, en tæplega 7 prósent í Póllandi.

Þar næst kom Bandalag borgaraflokka með um 25 prósent fylgi hér á landi og 27,4 prósent í kosningunum öllum.

Á Íslandi fékk Pólska bandalagið tæp fimm prósent, en aðeins 8.6 prósent í kosningunum.

Miðað er við talningu um 90% atkvæða en endanleg úrslit liggja ekki fyrir fyrr en í dag.

Neikvæð kosningabarátta

Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu eft­ir­lits­manna Örygg­is- og sam­vinnu­stofn­un­ar Evr­ópu (ÖSE) varpaði hlutdræg umfjöllun fjölmiðla, sér í lagi ríkisfjölmiðla, skugga á kosningarnar, þar sem grafið hafi verið undan getu kjósenda til að taka upplýsta ákvörðun í kjörklefanum.

Þá var einnig nefnt í skýrslunni að kosningabaráttan hefði gerst  neikvæðari þegar á leið, ekki síst í þar sem sigurvegarin kosninganna, stjórnarflokkurinn Lög og réttur, hafi beint spjótum sínum að hinsegin fólki og sagt það ógn við pólskt samfélag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bryndís Schram: Sannfærð um að enginn trúi ásökunum um „ógeðslegt ofbeldi“ Jóns Baldvins gegn konum og börnum

Bryndís Schram: Sannfærð um að enginn trúi ásökunum um „ógeðslegt ofbeldi“ Jóns Baldvins gegn konum og börnum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mogginn hjólar í Samkeppniseftirlitið – Segir stofnunina vera í áróðursstríði gegn einstökum fyrirtækjum

Mogginn hjólar í Samkeppniseftirlitið – Segir stofnunina vera í áróðursstríði gegn einstökum fyrirtækjum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum
Árás á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur fær ekki annað sætið – „Ódæðisverkið“ sem Birgir óttaðist

Ágúst Ólafur fær ekki annað sætið – „Ódæðisverkið“ sem Birgir óttaðist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar segir að Kolbeinn sé kominn á flótta – „Flóttinn byrjaður“

Gunnar segir að Kolbeinn sé kominn á flótta – „Flóttinn byrjaður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk – „Dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum“

Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk – „Dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum“