fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Eyjan

Seðlabankinn úthýsir lánafyrirtækjum – Fá ekki viðskiptareikning frá og með 1. apríl

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 14. október 2019 17:30

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri - Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Seðlabankinn hefur ákveðið að frá og með 1. apríl 2020 mun bankinn fækka þeim aðilum sem átt geta viðskiptareikning í Seðlabankanum. Í þeim hópi eru nú bankar, sparisjóðir, lánafyrirtæki*, ríkisstofnanir og ýmsir sjóðir í eigu ríkisins. Frá og með 1. apríl nk. munu eingöngu innlánsstofnanir, þ.e. viðskiptabankar, og sparisjóðir og A-hluta stofnanir í eigu ríkisins eiga þess kost,“

segir í tilkynningu frá Seðlabankanum.

Viðskiptareikningum lánafyrirtækja auk sjóða sem ekki teljast til A-hluta stofnana verður lokað 31. mars 2020. Lokunin tekur ekki til uppgjörsreikninga. Þá munu sömu aðilar ekki eiga kost á viðskiptum við Seðlabankann frá og með 28. febrúar 2020.

„Til samræmis við ofangreint mun Seðlabanki Íslands breyta reglum nr. 585/2018 um bindiskyldu og reglum nr. 553/2009 um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands á þann hátt að lánafyrirtæki sem hafa starfsleyfi skv. 3. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki verði ekki bindiskyld frá og með 21. mars 2020 og hafi ekki aðgang að viðskiptum við Seðlabankann frá og með 28. febrúar 2020.

Markmið Seðlabankans með viðskiptum og lausafjárstýringu er að styðja við miðlun peningastefnunnar út vaxtarófið. Í ljósi þess telur Seðlabankinn betur samræmast hlutverki bankans að haga vaxtamiðlun í gegnum þau fjármálafyrirtæki sem geta með skilvirkum og gagnsæjum hætti miðlað henni áfram til einstaklinga og fyrirtækja í formi innlána eða útlána. Þá er Seðlabankinn ennfremur þeirrar skoðunar að betur samræmist inntaki 2. mgr. 17. gr. laga nr. 36/2001 að bankinn eigi ekki í samkeppni við fjármálafyrirtæki um innstæður. Innlánsreikningar við bankann eigi því ekki að vera kostur í fjárfestingum eða áhættudreifingu, umfram það sem nauðsynlegt er fyrir viðskiptabanka, sparisjóði og fjármálaumsýslu hins opinbera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð