Miðvikudagur 20.nóvember 2019
Eyjan

Óttast að skráning Þingvalla á heimsminjaskrá sé í uppnámi – „Væri það mikill álitshnekkir“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 10. október 2019 11:18

Þingvellir - Mynd Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Landvernd er kallað eftir skýringum á veglagningu innan þjóðgarðsins á Þingvöllum og spurt af hverju ekkert umhverfismat hafi farið fram. Sömuleiðis er óskað eftir skýringum á starfseminni í Silfru sem komst í fréttir í vikunni, þegar köfunarstarfsemi þar var gagnrýnd fyrir að samrýmast ekki kröfum heimsminjaskrár UNESCO.

Í tilkynningunni frá Landvernd er spurt hvort skráning Þingvalla í heimsminjaskránni sé í uppnámi, en það yrði miill álitshnekkir fyrir Ísland.

TIlkynningin í heild sinni:

 

Skráning Þingvalla á heimsminjaskrá í uppnámi?

Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) og Alþjóðasamtök um verndun menningarminja (ICOMOS) hafa í bréfi sínu til Þingvallanefndar tekið undir málsrök sem Landvernd færði fram varðandi vegagerð innan þjóðgarðsins á Þingvöllum sem er á heimsminjaskrá.  Telja þau að umhverfismat hefði átt að fara fram vegna svo umfangsmikilla framkvæmda á svæði með svo hátt verndargildi fyrir alla heimsbyggðina.  Lýst er eftir skýringum frá íslenskum stjórnvöldum hvers vegna ekki slíkt mat hafi ekki farið fram. Samtökin lýsa einnig eftir skýringum á starfsemi og mannvirkjum við Silfru.

Framangreind samtök eru ráðgefandi vegna heimsminjaskrár UNESCO og dæmi eru um að staðir hafi verið teknir af heimsminjaskrá vegna athugasemda sem þau hafa lagt fram. Landvernd vonar að svo illa fari ekki í þetta sinn enda væri það mikill álitshnekkir.

Landvernd kærði framkvæmdarleyfi vegagerðarinnar til Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála í mars í fyrra með þeim rökum meðal annars að veglagning innan þjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO ætti að fara í umhverfismat.  Nefndin féllst ekki á málsrök Landverndar og veglagningunni er nú lokið.

Skaðinn er þegar skeður og búið að opna veginn. Varúðarsjónarmiða hefur greinilega ekki verið gætt í þessari framkvæmd. Landvernd vonar að Þingvallanefnd og umsjónarmenn þjóðgarðsins, Vegagerðin og Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála læri af þessu og láti ekki hjá líða aðsjá til þess að umhverfismat fari fram á stórum framkvæmdum innan verndarsvæða í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Samherjaskjölin: Telur sig vita af hverju Jóhannes uppljóstrari var rekinn frá Samherja

Samherjaskjölin: Telur sig vita af hverju Jóhannes uppljóstrari var rekinn frá Samherja
Eyjan
Í gær

Andrew prins rústar The Crown

Andrew prins rústar The Crown
Eyjan
Í gær

Sósíalistar um Samherjamálið: „Auðvaldið rífur niður samfélagið. Sósíalisminn byggir það upp“

Sósíalistar um Samherjamálið: „Auðvaldið rífur niður samfélagið. Sósíalisminn byggir það upp“