fbpx
Sunnudagur 05.febrúar 2023
Eyjan

WOW air kennt um þriggja milljarða viðsnúning í rekstri Isavia

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 1. október 2019 15:51

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2019 var neikvæð um 942 milljónir króna samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 2.186 milljónir árið á undan. Stærsta hlutann af þessum viðsnúningi má rekja til niðurfærslu á kröfu vegna WOW air sem nam 2.081 milljón króna samkvæmt tilkynningu frá Isavia á árshlutareikningi fyrirtækisins.

Rekstrartekjur námu 18.162 milljónum króna sem er um 854 milljóna króna samdráttur samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Rekstrarkostnaður stóð í stað milli tímabila. Heildarafkoma tímabilsins var neikvæð um 2.524 milljón króna samanborið við 1.571 milljón króna jákvæða heildarafkomu á sama tímabili á síðasta ári.

Þessa breytingu milli ára má einkum rekja til aukinnar niðurfærslu viðskiptakrafna upp á 2.054 milljónir króna, neikvæðra gengisáhrifa vegna erlendra lána upp á 1.989 milljónir króna og minnkandi tekna upp á 854 milljónir króna.

Þrátt fyrir fækkun ferðamanna, einkum skiptifarþega, varð ekki breyting á mestu álagstímunum á Keflavíkurflugvelli. Þetta setti félaginu þröngar skorður varðandi niðurskurð. Þá þótti félaginu ekki fært annað en að framkvæma reikningshaldslega niðurfærslu á ríflega tveggja milljarða kröfu vegna WOW air.

„Afkoma Isavia ber þess merki að WOW air varð gjaldþrota í lok mars síðastliðnum. Ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fyrstu sex mánuði þessa árs fækkaði um hátt í 900 þúsund, eða 20,3% samanborið við sama tímabil í fyrra,“

segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia. „

Við þetta bætist síðan deilur vegna kyrrsetningar á þotu sem WOW air hafði verið með í rekstri.

„Ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness um að fresta ekki réttaráhrifum úrskurðar um afhendingu þotunnar kom í veg fyrir að kyrrsetningarmálið færi eðlilega leið í dómskerfinu og gerði það að verkum að vélinni umræddu hefur nú verið flogið af landi brott. Við teljum þá ákvörðun héraðsdómara ámælisverða, en erum að leita leiða til að koma málinu á ný á  æðra dómstig“, segir Sveinbjörn. Áður hafði Landsréttur úrskurðað félaginu í vil en sá úrskurður var ómerktur af lagatæknilegum ástæðum. „Þó svo að úrskurður Landsréttar hafi verið tæknilega ómerktur þá stendur eftir skoðun dómstólsins,“ segir Sveinbjörn.

Rekstrarspá félagsins gerir ráð fyrir að heildarafkoma félagsins fyrir árið í heild verði í járnum.

Lykiltölur úr hálfsársuppgjöri 2019

  • Tekjur: 18.162 milljónir króna
  • Rekstrartap: – 942 milljónir króna
  • Heildarafkoma eftir skatta: – 2.524 milljón króna
  • Handbært fé: 4.579 milljónir króna
  • Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum: 1.874 milljónir króna
  • Eigið fé í lok tímabils: 32.744 milljónir króna
  • Eiginfjárhlutfall: 41,6%

Á vef Isavia má nálgast uppgjörið í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir meðferðina á Sólveigu Önnu í sérflokki – „Kennslubókardæmi um lítilsvirðingu“

Segir meðferðina á Sólveigu Önnu í sérflokki – „Kennslubókardæmi um lítilsvirðingu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Skattahækkanir stjórnvalda – „Þyngra en tárum taki“

Skattahækkanir stjórnvalda – „Þyngra en tárum taki“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýr íslenskur sparisjóður opnar í dag – Þjónusta fólk með engum óþarfa

Nýr íslenskur sparisjóður opnar í dag – Þjónusta fólk með engum óþarfa
EyjanFastir pennarFréttir
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar – Hefja þarf stjórnmálin á hærra plan

Björn Jón skrifar – Hefja þarf stjórnmálin á hærra plan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Arndís gagnrýnir Dani fyrir að hleypa ekki konum sem gengu til liðs við ISIS aftur inn í landið

Arndís gagnrýnir Dani fyrir að hleypa ekki konum sem gengu til liðs við ISIS aftur inn í landið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári spyr hver hafi þrýst á Aðalstein – „Hver stjórnar landinu?“

Gunnar Smári spyr hver hafi þrýst á Aðalstein – „Hver stjórnar landinu?“