fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Eyjan

Rósa reið karlrembunni á Alþingi: Segir steinum kastað úr glerhúsi- „Ég endurtók það sem BÓ sagði á Klaustri“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Bergþór Ólason mætti á fund umhverfis- og samgöngunefndar í morgun, hvar hann hugðist áfram gegna formennsku, mætti honum orðbragð sem „var engu skárra en það sem kom fram hjá mönn­um á Klaustri hér forðum,“líkt og Bergþór komst að orði í samtali við mbl.is.

Sagði hann að sér hefði komið á óvart þau orð sem einstakir þingmenn hefðu látið falla á fundinum.

Svarað í sömu mynt

Þingmaður VG, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, hefur svarað þessum athugasemdum Bergþórs á Twitter og segir hann kasta steinum úr glerhúsi, þar sem hún hafi aðeins notað sömu orð og Bergþór notaði á Klaustur barnum:

„Hér er nú aldeilis kastað steinum úr glerhúsi. Orðfærið sem ég notaði var að ég endurtók það sem BÓ sagði á Klaustri…#genderequality #orðhafaáhrif“

Í Klaustursupptökunum heyrðist Bergþór tala um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins sem „húrrandi klikkaða kuntu“ og Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem „tík“ sem hafi  „dregið sig á asnaeyrunum“ og  sagði hann einnig um Lilju að þar væri loksins kominn „skrokkur sem typpið á mér dugði í“.

Rósa vísar í myllumerkið genderequality, sem er enska orðið yfir kynjajafnrétti og má skilja tilvísunina sem svo, að hún telji sig hafa náð því fram með því að nota sama fúkyrðaflaum og Bergþór gerði forðum.

Reið yfir karlrembunni

Fyrr í dag sagðist Rósa reið yfir þeirri karlrembu sem hefði viðgengist á fundinum:

„Rosalega er ég reið yfir karlrembunni á Alþingi. Áðan lauk miklum átakafundi umsam-nefndar þingsins. Klaustursformaðurinn mætti án nokkurs fyrirvara. Við bárum upp tillögu um að kjósa hann í burtu. Meirihluti nefndarinnar með stuðningi tveggja Klaustursþingmanna kaus gegn því.. „

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Þetta eru veiðigjöld bankakerfisins“

„Þetta eru veiðigjöld bankakerfisins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari ráðinn markaðsstjóri Emmessís

Ari ráðinn markaðsstjóri Emmessís
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Hampur fyrir framtíðina – Tækifæri fyrir Ísland

Sigurður Hólmar skrifar: Hampur fyrir framtíðina – Tækifæri fyrir Ísland
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Menningarstríðið er völundarhús
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“