fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Mikill meirihluti sekta Seðlabankans felldur niður

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 25. janúar 2019 11:30

Már Guðmundsson Mynd/Viðskiptaráð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá stofnun gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands eftir hrun árið 2010 hefur það með stjórnvaldsákvörðunum og sáttum lagt á sektir er nema 205 milljónum króna. Hefur ríkissjóður þurft að endurgreiða 114 milljónir vegna niðurstaðna dómsmála, samkvæmt svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar, þingmanns Miðflokksins.

„Þegar bréf þetta er ritað hafa alls 557 rannsóknarmál verið skráð í skjalavistunarkerfi Seðlabankans. Seðlabankinn hefur kært 113 mál, með samtals 24 kærum, vegna meiri háttar brota gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál,“

segir í svari Katrínar.

Alls hefur Seðlabankinn fellt niður eða hætt rannsókn á 315 málum, meðal annars vegna tilefnisleysis, en skemmst er að minnast Samherjamálsins, þar sem sekt vegna meintra brota var dregin til baka.

Alls 113 málum hefur lokið með kæru, sjö með stjórnvaldssektum og 31 máli lauk með sátt.

Alls nema stjórnvaldssektir 116 milljónum, og sektir vegna sátta nema 88 milljónum.

Kostnaður við rekstur Gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var alls rúmlega 258 milljónir árið 2018, en kostnaðurinn var mestur árið 2017, alls 332 milljónir. Þá voru starfsmenn 24 talsins og hafa aldrei verið fleiri en eru nú 15.

Voru starfsmenn eftirlitsins þrír árið 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys í Mosfellsbæ
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Reiði skólameistarinn

Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%

Miðflokkurinn kominn í tæp 20%
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?

Björg Magnúsdóttir: Er það til góðs að rífast við einhverja hagfræðinga um millistykki og bílastæði?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði

Sigmundur Ernir skrifar: Veikari fjölmiðlar þýða veikara lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu

Björg Magnúsdóttir: Pólitík ekki fyrir þá sem vilja bara þægilega innivinnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði

Verðbólga fírast niður en vextir næst ákveðnir eftir rúma tvo mánuði