fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Eyjan

Mynd dagsins: Seðlabankinn gaf út nekt áður fyrr, en pakkar henni niður í dag

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 09:30

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fátt er meira rætt þessa daga en blygðunarsemi starfsmanna Seðlabanka Íslands, en viðkvæm augu þeirra fyrir nekt í list varð þess valdandi að málverkum í eigu bankans var pakkað niður og þeim komið í geymslu. Að öllum líkindum svo starfsmönnum yrði eitthvað úr verki í stað þess að láta truflast af berum líkömum upp um alla veggi.

Kona með greiðu (1937),
Gunnlaugur Blöndal

Um er að ræða málverk Gunnlaugs Blöndals, eins fremsta listmálara þjóðarinnar. Fréttablaðið fjallaði meðal annars um málið á laugardag og segir þar:

„Ákveðið var að þessi málverk yrðu ekki á almennum vinnusvæðum eða á skrifstofum yfirmanna, þ.e. á þeim svæðum þar sem almennir starfsmenn vinna eða þurfa að leita með erindi,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabanka Íslands, í skriflegu svari við fyrirspurn blaðsins um lyktir málsins.

Sagan sýnir hins vegar að starfsmenn Seðlabankans hafa ekki alltaf verið slíkar teprur því árið 1995 var 2.000 kr. seðillinn settur í umferð með fremsta listmálara þjóðarinnar Jóhannesi S. Kjarval og sótti seðilinn myndefni sitt í verk hans.

Eins og sjá má er nekt á bakhlið seðilsins, eitthvað sem enginn hefur gert athugasemd við, hvorki starfsmenn Seðlabankans eða einstaklingar, sem að öllum líkindum hafa handfjatlað seðilinn oft, ja allavega þar til hætt var að prenta hann árið 2013. Um seðilinn segir á heimasíðu bankans:

Fyrst settur í umferð árið 1995. Stærð seðilsins er 70 x 150 mm.
Aðallitur er brúnn og gulur á framhlið, en blár og gulur á bakhlið.

Á framhlið er mynd af Jóhannesi S. Kjarval listmálara; að baki hans er stílfærður hluti af málverki Kjarvals, Úti og inni.

Á bakhlið má sjá myndina Flugþrá eftir Kjarval og teikningu hans, Kona og blóm.

Blindramerki er upphleyptur opinn þríhyrningur á framhlið.

Hætt var að prenta seðilinn árið 2013 , en hægt er að nota hann áfram eigi menn slíkan seðil í fórum sínum. Talsvert er af þeim enn í umferð eða 216.000.000 samkvæmt tölum bankans frá því í desember.

Þess má geta að Seðlabankinn mun efna til sýningar á listaverkum sínum á Safnanótt þann 8. febrúar næstkomandi, þar á meðal nektarmyndir Gunnlaugs Blöndal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Frosti Sigurjóns varar við bólusetningum barna

Frosti Sigurjóns varar við bólusetningum barna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Enn vinda mál Borisar partíljóns upp á sig – Partí kvöldið fyrir útför drottningarmannsins

Enn vinda mál Borisar partíljóns upp á sig – Partí kvöldið fyrir útför drottningarmannsins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þau fá listamannalaun árið 2022 – 785 milljónir í boði fyrir 236 listamenn – Sjáðu nöfnin

Þau fá listamannalaun árið 2022 – 785 milljónir í boði fyrir 236 listamenn – Sjáðu nöfnin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fordæma hatur og rasisma í garð Lenyu Rúnar – „Má ekki viðgangast átölulaust“

Fordæma hatur og rasisma í garð Lenyu Rúnar – „Má ekki viðgangast átölulaust“