fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Vilhjálmur Birgisson: „Annað eins rugl hef ég nú ekki heyrt lengi“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. september 2019 11:44

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Annað eins rugl hef ég nú ekki heyrt lengi og nú á að reyna að kenna lífskjarasamningum um að hafa leitt til fleiri uppsagna en fall WOW air,“

segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og varaforseti ASÍ, en líkt og Eyjan greindi frá í morgun hefur fleira fólki verið sagt upp störfum vegna nýrra kjarasamninga heldur en vegna falls WOW air, samkvæmt könnun Gallup fyrir Landsbankann með aðildarfélaga Samtaka ferðaþjónustunnar.

Besti samningur í áratugi

„Ég hef sagt það og segi það enn og aftur að mitt mat er að lífskjarasamningurinn er skynsamlegasti og besti kjarasamningur sem gerður hefur verið á íslenskum vinnumakaði í áratugi. Samningur sem laut að því að nota það svigrúm sem var til skiptanna til handa þeim sem voru á lökustu kjörunum ásamt ríflegum aðgerðapakka af hálfu stjórnvalda,“

segir Vilhjálmur og vill ekki heyra eitt illt orð um kjarasamningana:

„Hugsið ykkur að það var samið um að hverfa frá prósentuhækkunum og semja þess í stað um flata krónutöluhækkun sem nam 17.000 króna hækkun á mánuði. Ef sú hækkun hefur valdið einhverjum fyrirtækjum vanda þá voru það fyrirtæki sem vart hafa átt tilverurétt á íslenskum vinnumarkaði.

Lífskjarasamningurinn hefur skilað samfélaginu nú þegar gríðarlegum ávinningi þar sem tókst að brjótast útúr launabreytingarkerfi prósentuhækkana sem gera ekkert annað en að ala á misskiptingu, óréttlæti og auka ójöfnuð. Þessu til viðbótar hefur lífskjarasamningurinn leitt til þess að stýrivextir hafa lækkað um 1% frá undirritun samningsins sem klárlega skilar ekki bara heimilum þessa lands ávinningi heldur einnig skuldsettum fyrirtækjum í ferðaþjónustunni sem og öðrum fyrirtækjum.“

Vilhjálmur bendir á að lífskjarasamningurinn hafi viðhaldið verðstöðugleika og þrátt fyrir samninginn hafi verðbólga haldist lág einnig, eða um 3 prósent:

„Að lokum er rétt að benda á loforð ríkis-og sveitafélaga sem var til að styðja við samninginn um að hækka ekki gjaldskrár sínar um meira en 2,5% á næsta ári, ásamt því að lækka tekjuskatt um 21 milljarð á tveimur árum sem kemur tekjulægsta fólkinu hvað best og einnig að lækka tryggingargjaldið til að styðja við atvinnulífið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“