fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Eyjan

Almenningur komi að endurskoðun stjórnarskrárinnar með rökræðukönnun

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. september 2019 17:30

Katrín Jakobsdóttir. Mynd forsætisráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti fyrir hönd formanna stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi tilhögun samráðs við almenning við endurskoðun stjórnarskrárinnar á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi í sumar ítarlega könnun á viðhorfum almennings til stjórnarskrárinnar. Voru niðurstöðurnar kynntar á blaðamannafundinum.

Í framhaldi af skoðanakönnuninni verður haldin tveggja daga rökræðukönnun 9. og 10. nóvember næstkomandi þar sem 300 manns hvaðanæva af landinu verður boðið að taka þátt. Þátttakendur á umræðufundinum verða valdir úr hópi þeirra sem tóku skoðanakönnunina. Á fundinum verður sérstaklega rætt um lýðræði á Íslandi – kosningakerfi, kjördæmi og þjóðaratkvæðagreiðslur. Kannað verður hvort viðhorf þátttakenda breytist við nánari kynningu á málinu og umræður.

Jafnframt kom fram á blaðamannafundinum að Háskóli Íslands hefur hleypt af stað lýðvistunarverkefni, þ.e. umræðuvef í samstarfi við Betra Ísland (vefur á vegum sjálfseignarstofnunarinnar Íbúa) þar sem almenningi gefst kostur á að koma á framfæri eigin hugmyndum um stjórnarskrárbreytingar og afla þeim stuðnings.

Loks verður samráðsgátt stjórnvalda nýtt áfram til að samráðs um frumvarpsdrög sem koma frá formannahópnum.

„Við höfum í dag kynnt margháttað fyrirhugað samráð við almenning við endurskoðun stjórnarskrárinnar líkt og fyrirheit voru gefin um þegar þessi vinna hófst. Þar á meðal er fyrirhuguð rökræðukönnun í nóvember. Ég bind miklar vonir við að þessi vandaði og um sumt nýstárlegi undirbúningur eigi eftir að geta af sér góðar tillögur um breytingar á stjórnarskrá en veiti okkur líka markverða reynslu við að virkja almenning til þátttöku í opinberri stefnumótun í nútímasamfélagi,“

sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Daði Már Kristófersson: Flokkarnir eru þrír og ólíkir en starfa saman eins og einn samhentur flokkur

Daði Már Kristófersson: Flokkarnir eru þrír og ólíkir en starfa saman eins og einn samhentur flokkur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þórkatla skilar 18 milljarða tapi – Endurskoðendur segja óvissu ríkja um rekstrarhæfi félagsins

Þórkatla skilar 18 milljarða tapi – Endurskoðendur segja óvissu ríkja um rekstrarhæfi félagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

VG býður fram í eigin nafni í borginni – Svandís fer ekki aftur í borgarmálin

VG býður fram í eigin nafni í borginni – Svandís fer ekki aftur í borgarmálin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ólíkt hafast þeir að Guðmundur í Brim og Binni blanki

Orðið á götunni: Ólíkt hafast þeir að Guðmundur í Brim og Binni blanki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orka hlýtur alþjóðleg markaðsverðlaun

Orka hlýtur alþjóðleg markaðsverðlaun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Daði Már Kristófersson: Samsköttun hjóna vinnur gegn jöfnuði og nýtist fáum

Daði Már Kristófersson: Samsköttun hjóna vinnur gegn jöfnuði og nýtist fáum