fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Björn Bjarna: „Kannski er Björn Leví í raun að ná sér niðri á Þórhildi Sunnu?“ – Uppfært: Björn Leví svarar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. september 2019 13:10

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjallar um uppákomuna á Alþingi í morgun þegar Björn Leví Gunnarsson, áheyrnafulltrúi Pírata í umhverfis- og samgöngunefnd, stakk upp á að Karl Gauti Hjaltason yrði formaður nefndarinnar, en ekki Bergþór Ólason, en báðir eru í Miðflokknum sem úthlutað var formennsku í nefndinni samkvæmt samkomulagi minni- og meirihlutans og kjósa átti um í morgun.

Var fundinum frestað í kjölfarið, þar sem tillaga Björns kom flatt upp á fundarmenn, en Björn Leví sagði sjálfur að hann gæti ekki hugsað sér að Bergþór yrði formaður, vegna ummæla hans á Klausturbarnum og að það hefði engin áhrif á samkomulagið ef annar Miðflokksmaður yrði formaður.

Hví einn en ekki annar ?

Björn Bjarnason segir ummæli nafna síns lýsa hugarfari Pírata og minnist þess að flokkurinn hafi logað vegna innanbúðarátaka:

„Þessi ummæli lýsa hugarfarinu í röðum pírata en í sumar bárust oftar en einu sinni fréttir um að flokkurinn væri að springa innan dyra vegna svikráða og vélabragða. Þarna ætlar Björn Leví að ákveða nefndarformann fyrir Miðflokkinn eftir að stjórnarandstaðan hefur lagt blessun sína yfir Þórhildi Sunnu sem nefndarformann.

Hluti þessa máls alls er að ágreiningur af þessu tagi leiðir til þess að stjórnarandstaðan fær ekki formann í neinni nefnd. Kannski er Björn Leví í raun að ná sér niðri á Þórhildi Sunnu? Hvers vegna er einn þingmaður með úrskurð siðanefndar á bakinu hæfur til nefndarformennsku en ekki annar?“

spyr Björn og virðist telja Pírata seka um hræsni, þar sem Þórhildur Sunna hafi einnig brotið siðareglur Alþingis, líkt og Bergþór, en Björn Leví hafi engum mótmælum hreyft við því að hún fengi nefndarformennsku.

Óvarleg ummæli

Björn nefnir að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hafi talað í hálfkveðnum vísum um Harald Johannesen ríkislögreglustjóra, í Kastljósþætti í gær, þó svo hún hafi brotið siðareglur Alþingis með óvarlegum ummælum um Ásmund Friðriksson:

„Þegar Þórhildur Sunna var kjörin formaður í þingnefndinni að morgni mánudagsins naut hún aðeins stuðnings stjórnarandstæðinga, það er minnihlutans. Þegar Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, bar fram tillögu um að Þórhildur Sunna yrði nefndarformaður lét Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bóka að hann gæti ekki stutt tillöguna. Rökin voru einkum viðbrögð og lítilsvirðing sem Þórhildur Sunna sýndi alþingi og viðkomandi nefndum eftir álit að siðanefndarinnar gegn henni birtist. Það er skrýtið að þessi sérkennilega staða Þórhildar Sunnu hafi ekki verið rædd sérstaklega í Kastljósinu þegar hún sat þar og sló um sig,“

segir Björn.

Uppfært

Björn Leví svarar

Björn Leví svarar nafna sínum á Facebook í dag við frétt Eyjunnar. Hann segir:

„Svona stjórnmálaútúrsnúningar urðu úreldir á síðustu öld nafni minn. Dagurinn sem þú getur útskýrt fyrir mér hvernig það er rangt að segja „rökstuddur grunur“ þegar það liggur fyrir játning í beinni útsendingu í sjónvarpi er dagurinn sem ég pakka saman. Dagurinn sem þú getur útskýrt fyrir mér hvernig það er eðlileg málsmeðferð að hunsa sannleiksgildi orðanna er líka dagurinn sem ég pakka saman. Njóttu þín vel með þessar samsæriskenningar. Ég styð Sunnu fullkomlega í sínu starfi af því að hún hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut af sér sem verðskuldar niðurstöðuna um að hafa brotið siðareglur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins