fbpx
Sunnudagur 15.september 2019  |
Eyjan

Diddi yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn og gekk til liðs við Miðflokkinn: „Ég átti aldrei von á því að sá dagur kæmi“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 12. september 2019 15:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjárfestirinn Kristinn Aðalsteinsson á Eskifirði sagði sig nýverið úr Sjálfstæðisflokknum og skráði sig í Miðflokkinn í kjölfarið.

„Ég hef verið félagi í Sjálfstæðisflokknum alveg frá blautu barnsbeini og fyrir mér hefur pólitíkin verið einskonar trúarbrögð, en eftir atburði undanfarinna daga og vikna er mér eiginlega bara öllum lokið,“ sagði Kristinn í samtali við Viljann.

Kristinn er oft betur þekktur sem Diddi meðal Austfirðinga en hann er sonur útgerðarmannsins Aðalsteins heitins Jónssonar, eða Alla ríka. Hann hefur komið að útgerð ásamt margvíslegum fjárfestingum bæði hér á landi og úti í heimi. Stekkur, fjárfestingafélag Kristins, er meðal annars stór hluthafi í Securitas og Límtré/Vírnet, svo eitthvað sé nefnt.

Diddi hefur undanfarin ár búið í Bretlandi og hefur hann fylgst með pólítikinni þar en hann flutti aftur heim til Íslands skömmu fyrir síðustu áramót. Hann segist hafa misst kosningarétt sinn hér á landi tímabundið vegna búsetunnar en nú sé hann kominn með réttinn aftur. Það hefur vakið hann til umhugsunar um þá lýðræðislegu skyldu sem hver og einn gegnir.

„Við sjáum vel í Bretlandi hver þróunin er, að stórt og ólýðræðislegt bákn í Brussel vill öllu ráða, þótt þar stjórni för fólk sem enginn hefur kosið. Bretum hefur gengið skelfilega að ganga út úr sambandi sem þeir vilja ekki vera í.“

Hann segist hafa séð mikla samsvörun í þessum málum og með deilunni um orkupakkann hér heima.

„Að við Íslendingar séum að afsala okkur rétti til að ráða hagsmunum okkar sjálf og alltaf er bent á andlitslausa aðila í Brussel sem hafi ákveðið hitt og þetta og ekki sé annað að gera, en hlýða því.“

Diddi segir að samband hans og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sé þó enn gott en leiðir þeirra liggja ekki lengur saman þegar kemur að hugmyndafræðinni.

„Þetta er ekkert persónulegt, en alls staðar þar sem ég fer, segir fólk það sama og ég skynja mikla óánægjubylgju meðal sjálfstæðismanna sem á eftir að koma fram. Ég átti aldrei von á því að sá dagur kæmi að ég yfirgæfi Sjálfstæðisflokkinn. En mér finnst eiginlega að hann hafi yfirgefið mig og tekið upp stefnu einhvers allt annars flokks. Svo þá var ekkert annað í stöðunni en segja bless.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar: „Það vita ekki allir að til er enn merkilegri staða innan flokksins“

Brynjar: „Það vita ekki allir að til er enn merkilegri staða innan flokksins“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mikil andstaða við uppbyggingu á hernaðaraðstöðu Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli

Mikil andstaða við uppbyggingu á hernaðaraðstöðu Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur hjólar í SI: „Væri kostur ef gögnin væru birt jafn ítarlega og gert var fyrir nokkrum árum“

Dagur hjólar í SI: „Væri kostur ef gögnin væru birt jafn ítarlega og gert var fyrir nokkrum árum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Oddný: „Um 5% landsmanna fá næstum jafn mikið og hin 95% samanlagt“

Oddný: „Um 5% landsmanna fá næstum jafn mikið og hin 95% samanlagt“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sóknaráætlanir landshluta: Rúmum milljarði veitt til verkefna árið 2018

Sóknaráætlanir landshluta: Rúmum milljarði veitt til verkefna árið 2018
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór: „Eigum ríka samleið með Norðurlöndunum í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum“

Guðlaugur Þór: „Eigum ríka samleið með Norðurlöndunum í utanríkis-, öryggis- og varnarmálum“