fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Fjárlög 2020: Framlög til umhverfismála hækka um milljarð milli ára

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. september 2019 17:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framlög til umhverfismála hækka um rúman einn milljarð króna milli áranna 2019 og 2020 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og greint er frá í tilkynningu. Er þá ekki meðtalin hækkun vegna launa- og verðlagsbóta sem nema tæpum 400 milljónum króna.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að auka framlög til til loftslagstengdra verkefna á árinu 2020 um 455 milljónir króna. Er það í samræmi við ákvæði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna og fjármálaáætlun 2020-2024. Einkum er um að ræða verkefni í tengslum við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Þá er einnig gert ráð fyrir að auka framlög til uppbyggingu innviða, rannsókna og vöktunar á svæðum í íslenskri náttúru um 255 milljónir króna. Enn fremur verða framlög til landvörslu auknar um 270 milljónir króna.

Framlög vegna hringrásarhagkerfisins aukast um tæpar 100 milljónir króna á árinu 2020.

Markmiðið er að draga úr sóun, auka endurvinnslu og endurnýtingu og halda verðmætum eins lengi og hægt er í umferð.

Í heildina hafa fjárveitingar til umhverfismála aukist um rúm 24% að raunvirði það sem af er kjörtímabilinu og gert er ráð fyrir enn frekari aukningu á komandi árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun