fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Eyjan

Hyggst lengja fæðingarorlof og hækka greiðslur – Útgjöldin tvöfaldast frá 2017

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 9. september 2019 09:47

Ásmundur Einar Daðason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til stendur að lengja fæðingarorlof úr níu mánuðum í 12 og hækka hámarksgreiðslur þess, samkvæmt frumvarpi Ásmunds Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Miðað við boðaða lengingu og hækkun má gera ráð fyrir að heildarútgjöld til fæðingarorlofs verði 20 milljarðar árið 2022 samanborið við 10 milljarða árið 2017 á verðlagi hvers árs sem er tvöföldun á tímabilinu, samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu.

Frumvarpið gerir ráð fyrir lengingu á samanlögðum rétti foreldra til fæðingarorlofs í tveimur áföngum árin 2020 og 2021. Þannig mun samanlagður réttur foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2020 eða síðar lengjast um einn mánuð eða úr níu mánuðum í tíu mánuði. Síðan mun samanlagður réttur foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar lengjast um tvo mánuði til viðbótar og fer þá úr tíu mánuðum í tólf mánuði. Heildarkostnaður við lengingu fæðingarorlofs er áætlaður um fjórir milljarðar króna á ársgrundvelli þegar áhrifin verða að fullu komin  fram, samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu.

„Eitt helsta áherslumál mitt í embætti er að bæta aðstæður barna á sem flestum sviðum og hef ég beitt mér fyrir því að finna leiðir til að bregðast við þeim ábendingum sem hafa komið fram í því sambandi. Það er ánægjulegt að áhrif þess eru þegar farin að koma í ljós,“

segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Hærri hámarksgreiðslur – 6 milljarðar

Mánaðarlegar hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði voru lækkaðar verulega í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 og fóru lægst niður í 300 þúsund krónur. Frá árinu 2013 hafa hámarksgreiðslur úr sjóðnum farið hækkandi en í síðustu tveimur fjárlögum hafa verið stigin stór skref og eru hámarksgreiðslur nú  600 þúsund krónur á mánuði. Heildarkostnaður vegna hærri hámarksgreiðslna síðustu tveggja ára nemur um sex milljörðum á ársgrundvelli þegar áhrifin verða að fullu komin fram.

Mælanlegur árangur

Foreldrum sem þiggja greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, og nýta þar með rétt sinn til fæðingarorlofs, hefur fjölgað samhliða hækkunum á hámarksgreiðslum úr sjóðnum. Þannig nýttu 95 prósent foreldra, sem áttu rétt til fæðingarorlofs árið 2018, rétt sinn samanborið við 91 prósent foreldra árið 2015. Útlit er fyrir að þeim foreldrum, sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs, fjölgi enn frekar í ár en útgjöld Fæðingarorlofssjóðs hækkuðu um 22 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra.

Að hluta má rekja þá hækkun til þess að fleiri foreldrar nýta rétt sinn til fæðingarorlofs en auk þess eiga fleiri foreldrar rétt á greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði en áður og færri foreldrar fá greidda fæðingarstyrki sem greiddir eru beint úr ríkissjóði. Þá hefur hækkun hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði bein áhrif á útgjöld sjóðsins auk þess sem fleiri foreldrar fá greiddar hámarksgreiðslur úr sjóðnum vegna almennt hærri launa.

Heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof

Skipaður hefur verið starfshópur sem hefur það hlutverk að stýra heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof. Í þeirri endurskoðun gefst tækifæri til að gera ýmsar frekari lagfæringar á lögunum. Starfshópnum er ætlað að skila félags-og barnamálaráðherra frumvarpi sem gert er ráð fyrir að ráðherra leggi fram á Alþingi haustþingi 2020 en það ár verða liðin tuttugu ár frá gildistöku laganna.

„Samhliða vinnu við endurskoðun laganna stefni ég að því að hefja formlegt samtal við sveitarfélögin um að unnið verði  að því að tryggja að börnum bjóðist dvöl á leikskóla við tólf mánaða aldur,“ segir Ásmundur Einar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar

Fangelsinu á Akureyri lokað til að nýta peningana betur annars staðar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Pútín birti grein í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar

Skera verður niður óþarfa kostnað vegna Covid-19 kreppunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti

Dvínandi stuðningur við ríkisstjórnina en þó meirihluti