fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Jón hótar stjórnarslitum vegna umhverfisráðherra: „Verklag hans samræmist ekki lögunum“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 6. september 2019 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég get ekki séð að við þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins get­um stutt stjórn­ar­sam­starf sem fer fram með þess­um hætti. Það er best að gera grein fyr­ir því strax,“

segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra í niðurlaginu í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Tilefnið er aðferðarfræði umhverfisráðherra, Guðmundar I. Guðbrandssonar, VG, varðandi friðlýsingar og verklag hans sem Jón segir að séu ekki lögum samkvæmar:

„Aðferðafræði hans stenst að mínu mati enga skoðun og hafa marg­ir hags­munaaðilar full­yrt að ekki sé farið að lög­um í þeirri út­færslu sem hann boðar. Ég er sam­mála því að verklag hans sam­ræm­ist ekki lög­um.“

Nefnir Jón hnútinn sem Hvalárvirkjun er kominn í , þrátt fyrir að forveri Guðmundar, Svandís Svavarsdóttir, hafi í sinni ráðherratíð sett virkjunina í nýtingaflokk. Nú sé hinsvegar allt komið í baklás og Guðmundur hafi ekki getað lagt fram rammaáætlun þar sem hann telji enga frekari þörf á að virkja á Íslandi:

„Umhverfisráðherra er upptekinn af því þessa dagana að efna til friðlýsingar á grundvelli þessara laga. Aðferðafræði hans stenst að mínu mati enga skoðun og hafa margir hagsmunaaðilar fullyrt að ekki sé farið að lögum í þeirri útfærslu sem hann boðar. Ég er sammála því að verklag hans samræmist ekki lögunum. Í því sambandi má nefna að dettur einhverjum það í hug að Alþingi hafi framselt slíkt vald til eins manns, að hann geti að eigin geðþótta ákveðið friðlýsingamörk? Það er annarra að gera það og Alþingis að afgreiða samhliða rammaáætlun hverju sinni. Skýrt dæmi um hvernig aðferðafræði ráðherrans mun virka í raun er t.d. að ef engin virkjun væri í dag til staðar í Þjórsá og Alþingi hefði ákveðið að setja virkjunarkostinn Urriðafoss í verndarflokk myndi ráðherrann friða allt vatnasvæði Þjórsár frá jökli til ósa þannig að engin virkjun yrði reist við Þjórsá. Þetta er galin leið og gengur ekki upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn