fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
Eyjan

Alls 200 manns vantar enn til starfa á frístundaheimilin -1328 börn á biðlista – Sanna vill hækka launin

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 23. ágúst 2019 10:48

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg frá því í gær gengur betur að ráða í stöður í leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum nú en í fyrra. Þar er nefnt að búið sé að ráða í 98% stöðugilda  í grunnskólum, 96% í leikskólum og 78% í frístundaheimilum.

Á fundi borgarráðs í gær kom fram að alls 1328 börn væru á biðlista eftir að komast að í frístund eftir að skólatíma lýkur og átti eftir að ráða í 206 stöðugildi, þar af um 100 stöðugildi í frístundarheimilum, sem eru um 200 manns þar sem um hálft starf er að ræða. Alls er búist við að um 4000 börn nýti sér frístundaúrræðið í vetur, en að jafnaði starfa um 950 manns hjá frístundaheimilum í 440 stöðugildum.

Skoði þurfi launamálin

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir að nauðsynlegt sé að leiðrétta launamál til að fá fólk til að vinna við barnagæslu:

„Í almennri umræðu hafa launamál verið nefnd í tengslum við stöðuráðningar en mörg störf innan skóla- og frístundasviðs eru láglaunuð og nauðsynlegt er að búa starfsfólki aðstæður þar sem laun eru mannsæmandi. Auglýsingaherferð skóla- og frístundasviðs sýnir fram á mikilvægi starfanna og því er erfitt að skilja misskiptingu innan borgarkerfisins, þar sem þeir sem eru hæst launaðir hafa margfalt hærri laun en margir sem starfa hjá sviðinu. Nauðsynlegt er að leiðrétta launamál í þessu samhengi sem óneitanlega hlýtur að spila inn í hvort fólk ákveði að ráða sig til starfa.“

Sanna lagði fram fyrirspurn á fundi borgarráðs í gær, um hvernig færi ef ekki tækist að ráða fólk til starfa:

„Þegar eftir á að ráða í stöður á leikskólum og frístundaheimilum og sértækum frístundamiðstöðvum þá er inntöku barna frestað og fleiri börn tekin inn eftir því sem fjölgar í starfsmannahópnum. Skólaskylda er í grunnskóla og því ekki hægt að fresta inntöku barna ef skortur er á starfsfólki. Hvernig er málunum t.d. háttað þegar skortur er á skólaliðum? Fá starfandi skólaliðar þá greitt auka álag fyrir að sinna stærri barnahópi en þeir eiga að vera að sinna? Hver eru viðmiðunarmörkin í þessum málum?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins

Mikill meirihluti Íslendinga ánægður með beitingu kjarnorkuákvæðisins