fbpx
Miðvikudagur 23.október 2019  |
Eyjan

Gunnar Smári ósáttur: Tveir menn eiga ekki að kosta borgarbúa 75 milljónir króna á ári

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 16. ágúst 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk í almannaþjónustu á að vera á svona sæmilegum yfirkennaralaunum, ekki launum eins og forstjórar í gróðafyrirtækjum,“ segir Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, á Facebook-síðu flokksins.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, hefði verið með 19,3 milljónir króna í laun í fyrra. Þetta kom fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, á fundi borgarráðs í gær.

Gunnar Smári er ósáttur og segir Íslendinga sér á báti hvað varðar laun stjórnmálamanna.

„Hvaðan kemur eiginlega þessi vitleysa, að verðlauna eigi pólitíkusa með háum launum? Þetta þekkist eiginlega hvergi í okkar heimshluta. Bæjarstjórinn í Kópavogi er með miklu betri laun en borgarstjórinn í New York og það þarf að fara til Singapore til að finna forsætisráðherra á hærri launum en Katrín Jakobsdóttir. Hvaðan kemur þetta? Af hverju er þetta ekki stoppað?,“ spyr hann í athugasemd undir eigin færslu.

Gunnar Smári segist vera þeirrar skoðunar að almannaþjónusta eigi ekki að vera farvegur fyrir fólk sem vill lifa yfirstéttarlífi, eins og hann orðar það.

„Borgarstjórinn í Reykjavík á ekki að vera með tvær og hálf milljón króna á mánuði og aðstoðarmaður hans ekki með sextánhundruð þúsund. Samanlagt eiga þeir tveir ekki að kosta borgarbúa 75 m.kr. á ári með launatengdum gjöldum heldur svona um það bil 27,5 m.kr. Fólk sem sættir sig ekki við yfirkennaralaun á ekki að leggja pólitík fyrir sig heldur stofna ísbúð eða kajakaleigu í von um að græða ógeðslega.“

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, er ósammála Gunnari Smára hvað þetta varðar.

„Hugsunin um að kjörnir fulltrúar hafi þokkaleg laun sprettur einkum af því að þá eru þeir (vonandi) síður líklegir til þess að þiggja sporzlur eða jafnvel mútur frá fyrirtækjum eða auðmönnum. Rétt eins og dómarar í rándýrum fótboltaleikjum þurfa að hafa góð laun,“ segir hann og bætir við:

„Þess vegna mætti snúa messunni þinni á haus: Hvers vegna er þetta fólk ekki á góðum launum, svo að þangað veljist ekki aðrir en auðmenn og taglhnýtingar þeirra?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór Benjamín hlessa á gagnrýni Gylfa – „Ekki sæmandi formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands“

Halldór Benjamín hlessa á gagnrýni Gylfa – „Ekki sæmandi formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands“
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Enn bólar ekkert á gögnum Seðlabankans – „Það vekur ugg“ – Kallað eftir endurskoðun þagnarskylduákvæðis

Enn bólar ekkert á gögnum Seðlabankans – „Það vekur ugg“ – Kallað eftir endurskoðun þagnarskylduákvæðis
Eyjan
Í gær

Fjárfestingaleið Seðlabankans var góssentíð fyrir peningaþvætti – „Úti­loka ekki að þetta verði tekið til nán­ari skoðunar“

Fjárfestingaleið Seðlabankans var góssentíð fyrir peningaþvætti – „Úti­loka ekki að þetta verði tekið til nán­ari skoðunar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Um 8.5 milljarðar biðu ósóttir hjá Kaupþingi – 6400 kröfuhafar áttu rétt á greiðslum

Um 8.5 milljarðar biðu ósóttir hjá Kaupþingi – 6400 kröfuhafar áttu rétt á greiðslum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arctic Fish opnar formlega seiðaeldisstöð í Tálknafirði – skapar 15 ný störf

Arctic Fish opnar formlega seiðaeldisstöð í Tálknafirði – skapar 15 ný störf
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Feel Iceland undirritar samning um einkarétt á kollageni unnu úr íslensku fiskroði

Feel Iceland undirritar samning um einkarétt á kollageni unnu úr íslensku fiskroði