fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Icelandair hefði getað tapað 1,1 milljón flugsæta vegna MAX-vélanna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og kunnugt er hefur Icelandair, eins og önnur flugfélög, ekki getað notað Boeing 737 Max vélar sínar síðan síðasta vetur. Samkvæmt greiningu OAG, sem er leiðandi greiningarfyrirtæki í flugiðnaðinum, þá hefði Icelandair getað tapað 1,1 milljón flugsæta ef félagið hefði ekki gripið til mótvægisaðgerða vegna kyrrsetningar MAX-vélanna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að OAG hafi lagt mat á umfang þeirra áhrifa sem kyrrsetning MAX-vélanna hefur haft á flugfélög sem eru með slíkar vélar í þjónustu sinni. Miðað var við tímabilið frá 28. febrúar til 5. ágúst í útreikningunum. Vélar Icelandair voru kyrrsetta 12. mars.

Í mótvægisaðgerðum Icelandair fólst að félagið tók vélar á leigu til að mæta kyrrsetningu MAX-vélanna. Icelandair er í 17. sæti lista OAG. Icelandair verður þó fyrir meiri áhrifum af kyrrsetningunni en mörg önnur flugfélög ef litið er á málin út frá hlutfallslegu sjónarmiði. Kyrrsetning MAX-vélanna hefur í för með sér að fjórðungur véla Icelandair er kyrrsettur en hjá Southwest flugfélaginu eru það aðeins 4,5 prósent flotans sem er kyrrsettur en félagið er í þriðja sæti yfir þann sætafjölda sem flugfélögin hefðu getað tapað vegna kyrrsetningarinnar.

Icelandair er með sex MAX-vélar í flota sínum og átti að fá þrjár til viðbótar í sumar. Félagið brást við kyrrsetningunni með því að leigja fimm vélar yfir hásumarið. Forstjóri félagsins telur raunhæft að sækja bætur til Boeing vegna þess kostnaðar sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“