fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Ragnar Þór orðlaus: Bankastjórinn fær 312 þúsund á mánuði í 40 ár

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 12. ágúst 2019 10:10

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að orðið samtrygging eigi ekki við þegar kemur að lífeyrissjóðum – nema þá helst sem öfugmæli.

Ragnar gerir starfslokagreiðslu Höskuldar H. Ólafssonar, fyrrverandi bankastjóra Arion banka, að umtalsefni á Facebook-síðu sinni en á föstudag var greint frá því að hann hefði fengið 150 milljónir króna við starfslok sín hjá bankanum.

Í frétt mbl.is á föstudag kom fram að Höskuldur hefði starfað í 107 mánuði sem bankastjóri og því næmi starfslokagreiðslan 1,4 milljónum króna fyrir hvern mánuð sem hann gegndi starfinu.

Ragnar segir að þessar 150 milljónir króna jafngildi 312.500 króna launum á mánuði í 40 ár.

„Því má ætla að eftirlaunaréttindi bankastjórans fráfarandi hafi jafnframt aukist, með einni greiðslu, sem nemur vinnuframlagi láglaunafólks, í fullu starfi, í 40 ár eða heila starfsævi,“ segir Ragnar sem bendir á að þetta hafi verið greiðsla fyrir að hætta störfum vegna þess að afkoma bankans, undir stjórn Höskuldar, hafi verið undir væntingum.

„Mánaðarlaun hans voru árið 2018 rúmar 5,6 milljónir á meðan lágmarks tekjutrygging láglaunafólks, fyrir fullt starf, var rétt að merja 300 þúsund kallinn. Ef við setjum þetta í samhengi við þau réttindi sem ávinnast innan lífeyrissjóðakerfisins, sem eru 74 til 76% af meðaltekjum, er hægt að álykta sem svo að orðið samtrygging á ekki við þegar kemur að lífeyrissjóðum, nema þá helst sem öfugmæli. Öfugt við skattkerfið sem þó reynir að tryggja öllum jafnan aðgang að grunnþjónustu óháð tekjum eða stöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“