fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Guðmundur varar við norður-kóresku leiðinni: „Það myndi þýða allsherjareyðileggingu á íslenskri náttúru“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 15. júlí 2019 08:59

Guðmundur Steingrímsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar og alþingismaður, skrifar um raforku á Íslandi í kjölfar spár um að hér verði raforka af skornum skammti í nánustu framtíð ef fram fer sem horfir. Guðmundur segir í Fréttablaðinu að margt sé líkt með Íslandi og einræðisríkinu Norður-Kóreu og nefnir trjáleysið, einangrunarhyggju og orkumál:

„Hins vegar verður það líka að segjast eins og er að einangrunarstefna Íslendinga í orkumálum og gorgeir um óendanlegt magn af hreinni orku, sem ómað hefur í almennri umræðu hér á landi um langt skeið, gerir Ísland dálítið að Norður-Kóreu. Auðvitað er stjórnarfarið ekki að neinu öðru leyti svipað, en þessi líkindi eru umhugsunarverð. Sérstaklega verð ég að viðurkenna að Norður-Kórea kom upp í hugann þegar umræðan fór á flug í liðinni viku um að orkan á Íslandi væri að verða búin. Eins og trén. Það var og. Hún er þá ekki meiri en þetta, þessi mikla orka okkar. Þetta er eiginlega svolítið fyndið. Menn tala sig bláa í framan gegn hugmyndum um að leggja sæstreng til landsins, vegna þess að ekki undir nokkrum kringumstæðum megi hin fagra orka okkar verða seld öðrum þjóðum, en nú er semsagt að koma í ljós að sæstrengur myndi líklega þjóna þveröfugum tilgangi: Hann myndi einkum gagnast til að flytja evrópska orku hingað.“

Grunsemdir vakna

Guðmundur segist ekki hafa heyrt sérfræðinga nefna þessa hlið á sæstrengsmálinu opinberlega og því vakni ákveðnar grunsemdir:

„Hafa menn kannski hugsað sér að taka norður-kóresku leiðina alla leið í orkumálum? Hún myndi þá felast í því að í stað þess að samnýta orkuuppsprettur með öðrum þjóðum muni Íslendingar halda áfram að þverskallast og gjörnýta einir sínar orkuauðlindir. Það myndi þýða allsherjareyðileggingu á íslenskri náttúru, með virkjun hverrar sprænu og hveralinda. Vindmyllur myndu blasa við á hverjum hól.“

Vitlaust viðskiptamódel

Guðmundur telur að ekki eigi að selja jafn orkuna ódýrt til stóriðju og raun ber vitni:

„Mér finnst eins og sumir séu að gíra sig í þessa átt í umræðunni. Virkjunarfólk blæs í lúðra, heyrist mér. Önnur líkindi greini ég með lokaða einræðisríkinu á Kóreuskaga hvað þetta varðar. Það er einsog enginn, eða að minnsta kosti mjög fáir, sem fjalla um orkumál fáist til að viðurkenna að mögulega hafi Íslendingar sóað orku sinni. Það er gott að hafa aðgang að hreinni, umhverfisvænni orku eins og Íslendingar, en hvernig hefur henni verið varið? Jú, hún hefur verið afhent stórfyrirtækjum á spottprís. Mengandi stóriðju. Stefnan hefur verið sú að virkja mikið og selja orkuna ódýrt. Þetta hefur ríkið ákveðið. Það er eins og engum detti í hug að annað viðskiptaplan gæti verið skynsamlegra, sérstaklega þegar orkan er jú svona takmörkuð: Að virkja lítið en selja dýrt. Kannski myndi þá stóriðja sem stólar á gjafvirði orkunnar rýma til fyrir verðmætari kaupendum? Ef þannig yrði staðið að málum yrði í öllu falli ólíklegra að orkan okkar leiði til eyðileggingar á náttúrunni okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi