fbpx
Sunnudagur 20.september 2020
Eyjan

Ragnar minnist kvenréttindadagsins: ,,Þegar konan öðlast jafnan rétt á við karlinn verður hún ráðandi yfir honum”

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. júní 2019 09:56

Ragnar Önundarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Önundarson, sem vakið hefur athygli fyrir ummæli sín síðustu misserin um Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og skrif um þriðja orkupakkann, minnist kvenréttindadagsins í dag á Facebooksíðu sinni. Hann vitnar í sjálfan Sókrates, breskan lávarð og dregur síðan eigin ályktanir:

„Í dag er kvenréttindadagurinn, 19. júní. Sókrates, sem var uppi fyrir 2300 árum, sagði: ,,Þegar konan öðlast jafnan rétt á við karlinn verður hún ráðandi yfir honum”. ,,Náttúran hefur fært konum svo mikil völd að löggjafinn hefur löngum verið tregur til að auka þar við“ sagði einn lordinn þegar kosningaréttur til handa konum var til umræðu í breska þinginu fyrir einni öld síðan. Þetta er búið að vera langt strîð. Ætli sé ekki best að lýsa yfir uppgjöf, í von um mannúðlega meðferð ?“

Alsaklaus af karlrembu

Ragnar hefur vakið hörð viðbrögð eftir að hann gagnrýndi ljósmynd af Áslaugu Örnu árið 2017. Þann 20. maí sl. sagði hann að fólk með „sjónvarpsútlit“ nyti góðs af prófkjörum og að vald forystu Sjálfstæðisflokksins hefði dvínað, þar sem í forystu hans hefði valist snoppufríðasta fólkið, en slíkt fólk hefði óraunhæfar hugmyndir um sjálft sig:

„Miðaldra, hvítur, kristinn karlmaður, helst reffilegur og peningalegur, er formaður. Glæsilegasta konan er varaformaður og sætasti krakkinn ritari.“

Einnig sagði Ragnar í annarri færslu að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki beinlínis verið heppinn í kvennamálum í seinni tíð.

Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, gagnrýndi Ragnar í leiðara, hvar hún sagði hann tilheyra hópi fólks sem saknaði gamalla tíma og forréttinda sinna, en sífellt minni eftirspurn væri eftir rykföllnum skoðunum þeirra.

Af því tilefni sagði Ragnar um Ólöfu, að þeim væri greinilega farið að svíða, „sem undir sig míga,“ en Ólöf er fædd árið 1988. Þá taldi hann „óskiljanlegt“ að gagnrýni hans væri túlkuð sem karlremba:

„Mér er með öllu óskiljanlegt að, gagnrýni mín geti verið skilin á þann veg að ég sé að vega að ,,konum”. Sú staðreynd að ungu stjórnmálamennirnir sem ekki hafa valdið verkefnum sínum í Orkupakkamálinu eru konur kemur þessu máli ekkert við !“

sagði Ragnar og taldi alla gagnrýni á sig sem tilraun til þöggunar:

„Auðvitað eru vinir þeirra að reyna að koma þeim til varnar og dettur ekkert betra í hug en að gera mér upp andstöðu við ,,ungar konur”, ég er jú andhverfan, ,,gamall karl”. Þetta er hins vegar bara ósköp venjuleg og augljós tilraun til þöggunar. Krafan um að menn ritskoði sjálfa sig og fylgi rétthugsun samtímans er sterk. Vinirnir vilja að ungu stjórnmálamönnunum sé hlíft við gagnrýni. Ungi ritstjórinn á Fréttablaðinu er kona. Það kemur málinu augljòslega ekkert við. Hún hætti sér út á hálan ís í gær og fékk sín svör frá mér. Ætlar ekki einhver að saka mig um árás á konu ?“

Sjá einnigRagnar gerði það aftur:„Glæsilegasta konan er varaformaður og sætasti krakkinn ritari“

Sjá einnig: Áslaug Arna um „óeðlilegan áhuga Ragnars:„Hvað næst? #ekkiveraragnar“

Sjá einnig: Ragnar útskýrir ummæli sín:„Nokkrar viðkvæmar sálir hafa hrokkið í varnarstöðu“

Sjá einnigTelur Áslaugu eiga að leita til sálfræðings í stað þess að sækjast eftir æðsta frama

Sjá einnigRagnar segir leiðara Ólafar „aumkunarverða“ þöggunartilraun – „Þeim er greinilega farið að svíða, sem undir sig míga“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Katrín bregst við gagnrýninni – „Það eru 368 einstaklingar, fjölskyldur og börn sem hafa hlotið vernd hér á þessu ári“

Katrín bregst við gagnrýninni – „Það eru 368 einstaklingar, fjölskyldur og börn sem hafa hlotið vernd hér á þessu ári“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG

Meirihlutinn manni færri – Rósa Björk hætt í VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Gunnhildur rífast – „Ég viðurkenndi ekki neitt“ – „Fake news“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Gunnhildur rífast – „Ég viðurkenndi ekki neitt“ – „Fake news“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Páll segir egypska fjölskylduföðurinn vera „ósvíf­inn“ og Mogginn tekur undir – „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“

Páll segir egypska fjölskylduföðurinn vera „ósvíf­inn“ og Mogginn tekur undir – „Sam­tök­in eru viður­kennd öfga­sam­tök“