fbpx
Föstudagur 18.október 2019  |
Eyjan

Verðtryggingin á fertugsafmæli: Verðbólgan var 100% – forsætisráðherra samdi lögin við eldhúsborðið heima hjá sér

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. maí 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Jónsson hagfræðingu bendir á í nýjum pistli að verðtryggingin á fertugsafmæli um þessar mundir. Lögin um verðtryggingu voru kölluð Ólafslög, eftir þáverandi forsætisráðherra, Ólafi Jóhannessyni, en sagt er að hann hafi skrifað frumvarpið við eldhúsborðið heima hjá sér á Aragötu.

Ásgeir rifjar upp í grein sinni að óðaverðbólga hafi byrjað á Íslandi árið 1972. Hæst varð verðbólgan 100% árið 1983. Lögin um verðtryggingu urðu grunnurinn að því að það tókst að koma böndum á verðbólgu. En hún tók þó ekki að hjaðna fyrir en nokkrum árum síðar og margir fasteignakaupendur urðu illa úti í misgengi verðlags og kaupgjalds þegar verðtryggð lán hækkuðu upp úr öllu valdi. Í ekki minni vanda lentu margir aðrir í kringum bankahrunið 2008, er voru með myntkörfulán og krónan hrundi gagnvart erlendum gjaldmiðlum.

Þeir sem nutu góðs af verðbólgunni fyrir verðtrygginguna voru hins vegar meðal annars fasteignakaupendur þess tíma en lán þeirra snarlækkuðu í verðbólgunni.

Pistill Ásgeirs er eftirfarandi:

Það hefur ekki farið hátt – en verðtryggingin á nú 40 ára afmæli. En þann 15. mars 1979 lagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra fram lagafrumvarp sem m.a veitti heimild til verðtryggingar; Ólafslög. Sagt er að hann hafi sjálfur samið lögin við eldhúsborðið heima hjá sér á Aragötu – sem í þann tíma var kölluð prófessoragatan.

Óðaverðbólgan hófst eftir 1972 – þegar Bretton-Woods fastgengiskerfið hrundi sem var akkeri í íslenskrar hagstjórnar. Þá var landhelgin færð út og skuttogarar komu fram. Leiddi það til gríðarlegs vaxtar í sjávarútvegi. Upp úr þessu hófst víxlverkun launahækkana og gengisfellinga – samhliða agaleysi í hagstjórn.

Verðbólgan stóð í 40% þegar Ólafslög komu fram – og hækkaði eftir samþykkt þeirra til 1983 er hún sló í 100%. Vextir voru ákveðnir af stjórnmálamönnum og fylgdu ekki verðbólgu. Raunvextir voru því -20% nær allan áttunda áratuginn. Ávöxtun lífeyrissjóðanna var enn verri, eða allt að -40%.

Áhrifamiklir hópar högnuðust á neikvæðum raunvöxtum – s.s. helstu stórfyrirtæki landsins og hin fjölmenna ´68 kynslóð – hvers húsnæðis- og námslán brunnu upp. Á sama tíma tapaði önnur kynslóð ævisparnaði sínum – sem síðar olli (skammarlegri) fátækt eldra fólks.

Ólafslögin skiptu samt sköpun – því um leið og raunvextir hættu að vera neikvæðir hagnaðist enginn af hárri verðbólgu. Það breytti hinu pólitíska landslagi. Að lokum kallaði það stjórnvöld til raunverulegra aðgerða.

Fyrsta skrefið var tekið árið 1983 þegar stjórnvöld lýstu yfir fastgengi og afnámu vísitölutengingu launa, en þá lækkaði verðbólgan niður í 20–30%.

Lokahnykkur var 1989 með festingu krónunnar við körfu gjaldmiðla – eða de facto þýska markið sem flestar evrópumyntir voru þá tengdar við. Og síðan Þjóðarsátt á vinnumarkaði 1990. Gekk þá verðbólgan niður á 2-3 árum.

Er líklega leitun að öðrum jafn áhrifaríkum ritverkum íslenskum sem samin hafa verið við eldhúsborð en Ólafslög!

Færri vita þó þau að Óiafur hafði áður reynt að koma á verðtryggingu árið 1974 – þær tillögur sprengdu ríkisstjórnina þar sem Samtök frjálslyndra og vinstri manna lögðust gegn þeim.

Myndin sýnir annað ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar – 1. september 1978 – 15. október 1979.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Gunnar um „hótun“ Sigurðar –„Farið þið bara, það er ekki eins og þið gerið gagn með því að blóðmjólka almenning“

Gunnar um „hótun“ Sigurðar –„Farið þið bara, það er ekki eins og þið gerið gagn með því að blóðmjólka almenning“
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Ólöf spyr hvað hafi orðið um fjármunina – „Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka – Hver er gráðugur?“

Ólöf spyr hvað hafi orðið um fjármunina – „Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka – Hver er gráðugur?“
Eyjan
Í gær

Vigdís segir Dag færa umræðuna niður á leikskólastig – Vissi ekki hvað umferðarljós væru

Vigdís segir Dag færa umræðuna niður á leikskólastig – Vissi ekki hvað umferðarljós væru
Eyjan
Í gær

Ólafur mikið fjarverandi vegna veikinda: Kallaði ekki inn varaþingmann, sem kemur úr öðrum flokki

Ólafur mikið fjarverandi vegna veikinda: Kallaði ekki inn varaþingmann, sem kemur úr öðrum flokki
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ríkið reiknar ekki með auknum vinsældum Borgarlínu – „Ekki er útlit fyrir að það gerist á næstu áratugum“

Ríkið reiknar ekki með auknum vinsældum Borgarlínu – „Ekki er útlit fyrir að það gerist á næstu áratugum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Landsvirkjun: Gjaldskrárbreytingar í samræmi við lífskjarasamninga

Landsvirkjun: Gjaldskrárbreytingar í samræmi við lífskjarasamninga