fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Hví er kjarnorkuákvæðinu ekki beitt gegn málþófi Miðflokksins?

Egill Helgason
Föstudaginn 24. maí 2019 16:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málþóf er ósiður í íslenska þinginu og tíðkast almennt ekki í slíkum mæli á þjóðþingum. Í bandaríska þinginu er til það sem kallast filibuster en líka reglur um hvernig eigi að binda endi á það. Þetta er stundum kallað the nuclear option og þá er málþófið stöðvað með atkvæðagreiðslu.

Slíkt kjarnorkuákvæði er líka til í íslenskum lögum, nánar tiltekið 71. grein þingskaparlaga sem heimilar að knúin sé fram atvkvæðagreiðsla um mál og umræða þannig stöðvuð.

En málið er að stjórnmálaflokkarnir vilja allt til vinna að nota ekki þetta úrræði. Ástæðan er náttúrlega fyrst og fremst sú að þeir vilja eiga þennan möguleika uppi í erminni, að geta tekið þingið í gíslingu með málflaumi. Þetta gerðu til dæmis Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn í stjórnarskrármálinu. Jóhanna Sigurðardóttir var ódeig í málþófi og hélt einu sinni ræðu sem ungir Sjálfstæðismenn gáfu síðar út á bók sem var 407 blaðsíður.

Síðar var ræðutími styttur og nú fer málþóf fram í þeirri mynd sem við sjáum nú – með styttri ræðum og sífelldum andsvörum. Það krefst meiri viðveru og nú vonast stjórnarliðar til að Miðflokksmenn fari að þreytast. Einhvern tíma hlýtur það að gerast – en almenningur sér svosem ekki að liggi svo mikið á að þingmenn fari í frí.

En flokkarnir vilja semsagt ekki afsala sér því vopni sem málþófið er og því er kjarnorkuákvæðið ekki notað – og svo er það hin skýringin á að málþófið er ekki stöðvað. Þá gætu Miðflokksmenn litið út eins og píslarvottar sem eru beittir því skelfilega óréttlæti að þaggað er niður í þeim í þinginu. Og því vill forseti þingsins frekar nota það úrræði að lengja þingfundi í þeirri von að málþófsmönnum þrjóti örendið – segir í fréttum í dag að sumir þeirra hafi haldið 24 ræður um orkupakkann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir

Nína Richter skrifar: Strætófólkið og spandex-rassarnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi