fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Eyjan

Miðflokkurinn brjálaður eftir fund utanríkismálanefndar: „Óeðlilega skammur tími í jafn stóru máli“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. maí 2019 11:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á fundi utanríkismálanefndar í dag var tekin ákvörðun um að taka málið um 3. orkupakkann úr nefndinni, hafna frekari gestakomum og taka málið til umræðu á morgun þriðjudag. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nema einu, atkvæði Miðflokksins. Aðeins er gefinn einn dagur til þess að leggja fram minnihlutaálit. Það er er óeðlilega skammur tími í jafn stóru máli.“

Svo hefst tilkynning frá Miðflokknum eftir fund utanríkismálanefndar  í dag, þar sem sagt er að þröngva eigi þriðja orkupakkanum í gegnum þingið á skömmum tíma, þrátt fyrir andstöðu þjóðarinnar. Telja þingmenn Miðflokksins að málsmeðferðin sé með öllu óboðleg:

„Hér er um að ræða afar þýðingarmikið mál sem varðar mikla þjóðarhagsmuni. Nefnd er tekur slíkt mál til umfjöllunar ber að kynna sér sjónarmið allra þeirra er þekkingu hafa á slíkum málum, annað er Alþingi lítt til sóma. Það má ljóst vera að ætlunin er að þröngva málinu í gegnum Alþingi á sem skemmstum tíma þrátt fyrir að málið valdi mörgum áhyggjum og mikil andstaða sé við það meðal þjóðarinnar.“

Flokkur fólksins, sem einnig hefur lagst gegn innleiðingu þriðja orkupakkans,  á ekki sæti í nefndinni, en Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, situr þar sem áheyrnafulltrúi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei

Svarthöfði skrifar: Glæsilegur dagur íslenskra kvenna – baráttunni fyrir frelsi og réttlæti lýkur aldrei
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Laxness á náttborðinu