fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Eyjan

Meira að segja í The Economist: Hatari algjörlega búnir að meika það

Egill Helgason
Mánudaginn 6. maí 2019 18:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ætli megi ekki segja að Hatari-piltarnir séu algjörlega búnir að meika það? Það birtist meira að segja umfjöllun um þá í tímaritinu The Economist – sem er helst lesið af fjársýslufólki, áhugamönnum um alþjóðastjórnmál og háskólaborgurum. Í hæsta máta alvarlegu blaði semsé – það fjallar yfirleitt ekki um froðu eins og Evróvisjón.

Yfirskrift greinarinnar er – Evrovisjón fer til Ísrael. BDS hittir BSDM. Þetta er eiginlega ekki hægt að útskýra  fáum orðum, en BDS er hreyfingin sem vill stuðla að því að ekki séu keyptar vörur frá Ísrael og þá sérstaklega ekki varningur sem er framleiddur á herteknu svæðunum.

Í greininni segir að það sé að mörgu leyti flókið að halda Evróvisjón í Ísrael. Það sé náttúrlega dálítið skrítið að Ísrael sé yfirleitt í Evróvisjón. En þarna verði áberandi hið erfiða samband sem er milli Ísraels og ríkja í Evrópu. Þar sé nokkuð almennur stuðningur við sérstakt Palestínuríki og útbreidd gagnrýni á framferði Ísraela á hernumdu svæðunum. Ísraelsstjórn hefur svarað með miklum upphrópunum um gyðingahatur í Evrópu. Um leið hefur Netanyahu forsætisráðherra vingast við stjórnmálamenn yst á jaðri stjórnmálanna – þjóðernispopúlista sem reyndar eru sumir ekki alveg saklausir af því að hafa daðrað við gyðingahatur.

Economist segir að það sé langt í frá að Evróvisjón sé ætíð ópólitísk keppni. Ukraína sigraði með lagi um þjóðernishreinsanir Stalíns árið 2016. Árið eftir meinaði Úkraína rússneska keppandanum að taka þátt vegna þess að hann hafði komið fram á Krímskaga.

Þrátt fyrir hvatningarorð frá frægðarfólki eins og Roger Waters og Peter Gabriel hefur engin þjóð dregið sig út úr keppninni í Ísrael. Hún er líka haldin í Tel Aviv en ekki Jerúsalem sem hefði verið miklu viðkvæmara mál. En Hatari hefur valdið titringi segir The Economist, enda hafi þeir hótað því að nota keppnina til að gagnrýna meðferð Ísraela á Palestínumönnum. Netanyahu hafi hins vegar engu svarað um boð þess efnis að reyna með sér við Hatarimenn í íslenskri glímu (trouser grip wrestling).

Nú má vel vera að þetta fari allt friðsamlega fram. Sumum þótti reyndar að Hataripiltarnir gengju nokkuð langt á blaðamannafundi í gær þegar þeir lýstu því yfir að þeir vildu binda endi á hernám Ísraela í Palestínu. Spyrill sem var á sviðinu reyndi að stoppa þetta tal. Fundurinn var síðan stöðvaður, skilst manni. Í því pólitíska andrúmslofti sem ríkir í Ísrael má vera að þetta þyki djarft – og þá mitt í þeirri tilraun að bægja stjórnmálum frá Evróvisjónkeppninni á einhverju eldfimasta svæði veraldar.

En þegar öllu er á botninn hvolft er þetta auðvitað ekki annað er nokkuð einfaldur og sanngjarn boðskapur, a.m.k. eins og skýrt er frá honum á Vísi.

„Við viljum að sjálfsögðu sjá hernáminu ljúka eins fljótt og auðið er, og við bindum vonir við að friði verði komið á. Við erum vongóð.“

En svo er spurning hvort Hatari gangi lengra – þeir hafa altént ekki valdið aðdáendum sínum vonbrigðum til þessa. Og það er öruggt að ekkert atriði í Evróvisjón þetta árið vekur jafn mikla athygli og þeir. Það er nýtt þegar Ísland á í hlut.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstir og bæta við sig

Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstir og bæta við sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baráttan um Bessastaði – Hvorn ætlar þú að kjósa ? – Taktu þátt í könnuninni

Baráttan um Bessastaði – Hvorn ætlar þú að kjósa ? – Taktu þátt í könnuninni