Fimmtudagur 05.desember 2019
Eyjan

Skrifstofustjóri Alþingis vill banna málþóf: „Á ekkert skylt við málfrelsi, ekki frekar en nauðgun við kynfrelsi“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 26. apríl 2019 09:30

Helgi Bernódusson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði í ræðu sinni á Hátíð Jóns Sigurðssonar, sem haldin var í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í gær, að það væri reginmisskilningur að málþóf væri helsta vopn stjórnarandstöðunnar og sagði réttast að leggja það af:

„Einn draugur fer þó um þinghúsið og ygglir sig í þingsalnum og er mikil nauðsyn að kveðinn verði niður, rotaður í einu höggi, en það er málþóf. Í huga mínum, sem hef unnið í þinghúsinu í áratugi, og stundum þurft að sitja samfellt yfir slíkum draugagangi, er hann tilræði við heilbrigða skynsemi og yfirgangur sem er niðurlægjandi fyrir þingmenn og hina virðulegu stofnun, tilraun til að lama þingið, óbærilegur. Allir flokkar eru sekir í þessu efni,“

sagði Helgi og nefndi að hann hefði sínar skoðanir á hvaðan rót þessa ósiðar kæmi, sem umfram allt þyrfti að afnema:

„Málþóf á ekkert skylt við málfrelsi, ekki frekar en nauðgun við kynfrelsi. Það hefur aldrei hvarflað að nokkrum manni að hefta eðlilegt og sanngjarnt málfrelsi þingmanna og rétt þeirra til að koma skoðunum sínum að. Og mun aldrei verða. Málþóf hefur stundum verið kallað „vopn“ stjórnarandstöðunnar og það mundi raska valdajafnvægi í þingi ef það yrði kveðið niður. En ég hef seint og um síðir áttað mig á því hvílíkur reginmisskilningur það er. Jafnvægið mun aðeins finna sér nýtt og heilbrigðara form, ef óhæfa þessi yrði lamin niður með einu bylmingshöggi, bótalaust.“

Málþóf kallast það þegar þingmaður eða þingmenn í löggjafarþingi reyna að hindra kosningu um frumvarp. Ein leið til þess er að draga umræður um frumvarpið á langinn með ræðuhöldum þangað til að flytjendur þess gefast upp á umræðunum og draga frumvarpið til baka, samkvæmt skýringu Wikipedia.

Breyta þarf stjórnarskránni

Þá vill Helgi einnig gera breytingar á stjórnarskránni til að efla störf þingsins:

„Alþingi þarf að styrkja, efla sjálfstæði þess, einkum vald og forustu forseta þingsins um allt skipulag þess, afnema úrelt ákvæði í stjórnarskrá um afskipti framkvæmdarvalds af störfum þingsins, ætla málum betri tíma með því að þau falli ekki niður fyrr en við lok kjörtímabils, og fleira mætti nefna. Nú vinnur forusta þingsins og ríkisstjórn að því myndarlega að efla alla aðstoð við þingmenn.“

Standið við loforðin

Þá gaf Helgi stjórnmálamönnum eitt heilræði að lokum:

„Mig langar svo að lokum að gefa stjórnmálamönnum okkar tíma, og þeim sem koma munu á næstu árum, eitt og aðeins eitt heilræði, sem skilur milli feigs og ófeigs. Kredda mín er þessi: Stjórnmálamenn, standið við loforð ykkar við kjósendur, – en lofið þeim ekki öðru en því sem þið vitið að hægt sé að standa við ef þið setjist í valdastóla á morgun.“

Helgi, sem hefur starfað í rúm 40 ár á skrifstofu Alþingis, lætur af störfum í ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“

RÚV skorar á Björn Bjarnason: „Gleður mig að vita að fv. ráðherra horfir á Krakkafréttir“
Eyjan
Í gær

Ný skýrsla spark í rassinn á ráðamönnum – „Engan tíma má missa“

Ný skýrsla spark í rassinn á ráðamönnum – „Engan tíma má missa“