fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Mun spáin um aukningu í utanlandsferðum rætast eftir gjaldþrot WOW air ?

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamálastofa hefur birt niðurstöður úr nýrri könnun meðal Íslendinga um ferðalög þeirra á árinu 2018 og ferðaáform á árinu 2019. Könnunin hefur verið framkvæmd árlega með sambærilegum hætti frá árinu 2010.

Samkvæmt könnuninni verður aukning í fyrirhuguðum ferðum á erlenda grundu, en þess skal getið að könnunin var framkvæmd í janúar, áður en WOW air varð gjaldþrota.

Því er ekki víst að niðurstöðurnar gefi rétta mynd af ferðtilhögun Íslendinga erlendis, en í niðurstöðum segir:

Um níu af hverjum tíu (92,7%) Íslendinga hafa áform um ferðalög á árinu 2019. Ríflega helmingur sagðist ætla í sumarbústaðaferð (55,4%), 52,6% í borgarferð erlendis, 45,7% í heimsókn til vina og ættingja innanlands, um 43,5% í sólarlandaferð og um 34,7% í heimsókn til vina og ættingja erlendis. Sólarlandaferðir, borgarferðir og heimsóknir til vina og ættingja erlendis virðast njóta aukinna vinsælda sé litið til fyrri ára.

Fleiri í utanlandsferð

Um 83% aðspurðra fóru í utanlandsferð árið 2018 samaborið við um 78% árið áður. Hlutfall svarenda sem ferðuðust utan 2018 var marktækt hærra en á árunum 2009-2017. Gistinætur í útlöndum voru að jafnaði 20 nætur á árinu 2018, um einni nótt fleiri en árið 2017. Spánn (þ.m.t. Kanaríeyjar) og Portúgal voru vinsælasti áfangastaðurinn.

Fækkun í ferðum innanlands

Um 85% Íslendinga ferðuðust innanlands árið 2018. Þeim sem ferðast innanlands hefur fækkað frá 2009 og var marktækur munur þar á. Að jafnaði fóru landsmenn í 6,2 ferðir innanlands árið 2018 og var ekki marktækur munur á fjölda ferða í samanburði við fyrri ár. Dvalið var að jafnaði 12,9 nætur á ferðalögum árið 2018 og voru gistinætur innanlands marktækt færri árið 2018 en á árunum 2012-2014.

Flestir norður

Norðurland var sá landshluti sem flestir heimsóttu á ferðalögum um landið árið 2018 eða 60,1% og þangað voru farnar að jafnaði 2,9 ferðir. Þar á eftir kom Suðurlandið en 51,8% heimsóttu þann landshluta og voru farnar að jafnaði 4,7 ferðir.

Um könnunina

Könnunin var unnin sem netkönnun í lok janúar síðstliðins. Í úrtakinu voru Íslendingar á aldrinum 18-80 ára, valdir handahófskennt úr 18.000 einstaklinga álitsgjafahópi MMR sem valinn er með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá. Svarfjöldi var 1.024 einstaklingar. Niðurstöður könnunarinnar eru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs, búsetu og menntunar í þýði. Framkvæmd og úrvinnsla var í höndum MMR og Ferðamálastofu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn