fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Eyjan

Braggamálið ekki búið: Einn gluggi kostaði rúmlega 1.2 milljónir- „Verið að leika sér með fé borgarbúa“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. apríl 2019 16:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endursmíði glugga á gaflvegg braggans við Nauthólsveg 100 kostaði rúmar 1.2 milljónir króna. Þetta kemur í ljós í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins, um hvað hafi verið gert fyrir þær 70 milljónir sem úthlutað var til minjaverndar vegna braggans. Verkfræðistofan Efla tók saman skýrsluna.

Um er að ræða „endursmíði með upprunalegu útliti og frágangi“ samkvæmt svari Reykjavíkurborgar. Í svarinu er tilgreint að aðrir sérsmíðaðir gluggar (fjöldi glugga kemur ekki fram) hafi kostað alls rúmar 1.7 milljónir króna, en þeir voru einnig sérsmíðaðir með eldra útliti.

Ekki koma fram skýringar á því hvernig einn gluggi kosti hátt í það sem hinir gluggarnir kosta til samans.

Kostnaðarsöm sérfræðiráðgjöf

Heildarkostnaður vegna sérfræðiráðgjafar var alls 22,4 milljónir. Kostnaður við eftirlit arkitekta á staðnum var tæpar þrjár milljónir króna. Í skýringum vegna þess kostnaðarliðar segir:

„Ofantaldir verkliðir kalla á mun meira eftirlit en í hefðbundnu verki þar sem ekki er hægt að teikna allt upp, margt sem þarf að ræða og ákveða á verkstað.“

Sama skýring er notuð orðrétt vegna verkfræðieftirlits með framkvæmd, sem kostaði tæpa 2.5 milljón.

Verkfræðihönnun kostaði alls 8.1 milljón. Í skýringu á kostnaði segir:

„Gera má ráð fyrir að kostnaður við verkfræðiráðgjöf hafi verið um 20- 30% umfangsmeiri en í hefðbundinni nýbyggingu vegna ofangreindra verka. Óvenju mikill fjöldi sérteikninga miðað við umfang verks.“

Sjokkerandi staðfesting

Kolbrún gagnrýnir í bókun sinni að margir virðist hafa „komist í feitt“ í braggamálinu og að opnað hafi verið fyrir „peningakrana“:

„Það var annasamur borgarráðsfundur í morgun. Flokkur Folksins lagði fram 4 nýjar tillögur, 4 fyrirspurnir og 7 bókanir. Við fengum svar við fyrirspurn um skilgreindar minjar vegna Nauthólsvegs 100 og í því svar er sjokkerandi staðfesting á hvað þarna var í gangi sem dæmi kostaði einn gluggi 1.25 mkr. Bókun í málinu fylgir hér með:

Þessi svör bera með sér enn frekari staðfestingu að í þessari framkvæmd, Nauthólsvegur 100 var opnað fyrir peningakrana. Margir sem þarna komu að hafi heldur betur „komist í feitt“ eins og það er stundum orðað. Hvert sérstakt viðvik/verk kostaði mikið, sem dæmi kostaði einn gluggi á gaflvegg kr. 1.25 milljónir Vá! (endursmíði, en gamli glugginn var til og er fyrirmynd. Ekki þarf því að teikna, bara smíða). Margt hefði átt að vera vitað fyrirfram t.d. að niðurrif yrði viðkvæmt. Hér er glefsa úr svarinu sem segir mikið „Efni sett til hliðar, geymt til síðari nota sem síðan reyndist ekki hægt“ er dæmi um vitleysisganginn. Gaflveggur er gerður upp í stað endursteypunnar kemur fram á einum stað og enn aftur síðar „smíðaðar voru stálstyrkingar til styrkingar á gömlum rústum, allir veggir voru ójárnbundnir og vandasamt að koma þessu á húsið“. Af hverju voru ekki steyptir nýir veggir? Að styrkja með stáli er eins mikil sögufölsum og að steypa að nýju. Þessi atriði sem varða gaflveggina kostuðu rúmlega 7 milljónir. Einn liður í svarinu er: Gamlir stálbogar endurnýttir. Segir þar að hluti stálboga var endurnýttur sem stöllun á lóð, hreinsaðir og styrktir. Þetta eitt kostaði 1.8 milljónir. Þarna er verið að leika sér með fé borgarbúa eins og engin sé morgundagurinn. Þetta er hneyksli og slæmt að frá þessu ganga ábyrgðaraðilar eins og ekkert sé.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 1 viku

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?