fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Eyjan

Björn segir Seðlabankann ríki í ríkinu: „Tímabært að auka aðhaldið á öllum sviðum“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 5. apríl 2019 13:14

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Engin opinber stofnun sem fellur undir eftirlitsvald umboðsmanns alþingis hefur fengið verri útreið undanfarið en Seðlabanki Íslands ­– nema ef vera skyldi Reykjavíkurborg undir stjórn Dags B. Eggertssonar. Það er sameiginlegt með forsvarsmönnum þessara stofnana Má Guðmundssyni og Degi B. að þeir gera ekkert með þessar aðfinnslur, sama úr hvaða átt þær koma,“

segir Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, á heimasíðu sinni í dag í pistli sem nefnist „Seðlabankastjóri án aðhalds.“

Björn ritar einnig:

„Á meðan kjaraviðræður voru á viðkvæmu stigi hafði Már Guðmundsson uppi viðvörunarorð og gaf ráð um hvernig staðið skyldi að niðurstöðu viðræðnanna svo að félli að markmiðum peningastjórnar seðlabankans. Þegar samið hafði verið létu áhugamenn um að seðlabankinn lækkaði stýrivexti orð falla um að markmið samninganna hefðu meðal annars verið að skapa svigrúm til vaxtalækkunar. Vonandi tækju þeir sem fara með stjórn peningamála mið af því. Er settur þrýstingur í þessa veru á seðlabankann með setningu í lífskjarasamningunum og dregið rautt strik gagnvart bankanum. Doktorar í hagfræði og umsækjendur um embætti seðlabankastjóra við lok skipunartíma Más hafa risið til varnar sjálfstæði hans og bankans.“

Ríki í ríkinu

Björn segir Má Guðmundssyni ekki veita af aðhaldi, í ljósi sögunnar:

„Reynslan sýnir því miður að ekki veitir að aðhaldi á seðlabankastjórann. Hann mótmælir því að vísu þegar það kemur frá bankaráði seðlabankans, hann gerir lítið úr aðhaldi umboðsmanns alþingis, svarar fullum hálsi í þingnefnd, stefnir ríkinu til að fá hærra kaup og nú er risið upp gegn aðhaldi aðila vinnumarkaðarins. Her hagfræðidoktora rís bankastjóranum til varnar á lokametrunum. Talað er um bankann eins og ríki í ríkinu, utan og ofan við allt annað. Ýti það undir stjórnarhætti á borð við þá sem lýst er í öllum aðfinnslunum á hendur Má er tímabært að auka aðhaldið á öllum sviðum.“

 

Sjá nánar: Seðlabankastjóri:Ekki hægt að hafa áhrif á sjálfstæði bankans

Sjá nánarMár seðlabankastjóri:„Svigrúm til lækkunar vaxta er hér mikið ef aðstæður kalla á“

Sjá nánar: Segir samningana stilla Seðlabankanum upp við vegg:„Það er teflt þarna á tæpasta vað“

Sjá nánar: Össur segir Þorstein skorta jarðsamband:„Betra að þingmenn fylgist með ef þeir ætla að gera sig breiða“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn