fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
Eyjan

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. mars 2019 07:22

Icelandair og WOW. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indigo Partners sleit viðræðum við WOW air í gær og hóf WOW air þá viðræður við Icelandair Group í staðinn. Þetta kom fram í tilkynningu frá WOW air í gærkvöldi. Miðað er við að viðræðum WOW air og Icelandair verði lokið á mánudaginn. Stjórnvöld fylgjast náið með viðræðunum og þróun mála.

Í tilkynningu sem stjórnarráðið sendi frá sér í kjölfar tilkynningar WOW air kemur fram að undanfarið ár hafi stjórnvöld fylgst með erfiðleikum í alþjóðlegum flugrekstri og stöðu íslenskra flugfélaga.

„Stjórnvöld hafa síðasta árið fylgst með erfiðleikum í alþjóðlegum flugrekstri og samkeppnisstöðu íslenskra flugfélaga í því ljósi. Eigendur Wow air hafa um nokkurra mánaða skeið leitað leiða til að tryggja rekstur félagsins og hafa átt viðræður við fjárfesta, flugrekendur og aðra haghafa. Hingað til hafa þær viðræður ekki skilað þeim árangri sem eigandi félagsins stefndi að.“

Segir í tilkynningunni sem var birt á vef stjórnarráðsins.

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við nokkra sérfræðinga á flugmarkaði en þeir voru ekki viljugir til að koma fram undir nafni. Þeir voru sammála um að öll sund væru nú að lokast fyrir WOW air.

Einnig er haft eftir Sveini Þórarinssyni, sérfræðingi hjá Landsbankanum, að ekki sé útilokað að fyrirtækin hafi átt í viðræðum undanfarið og að erfiðleikar Icelandair vegna Boeing MAX 8 flugvélanna hafi ýtt fyrirtækjunum út í frekari viðræður.

Fréttablaðið skýrði frá því fyrr í vikunni að óformlegar þreifingar hefðu verið á milli WOW air og Icelandair að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Símon telur of langt gengið – Fangelsismálayfirvöld mega breyta dómum dómstóla

Símon telur of langt gengið – Fangelsismálayfirvöld mega breyta dómum dómstóla
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið

Kennir Sjálfstæðisflokknum um Káraklúðrið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur lítið fyrir áhuga ríkisstjórnarinnar á afglæpavæðingu

Gefur lítið fyrir áhuga ríkisstjórnarinnar á afglæpavæðingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Pútín birti grein í Morgunblaðinu

Pútín birti grein í Morgunblaðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur sagður haldinn andúð og hatri á þörfustu þjónustufyrirtækjunum

Dagur sagður haldinn andúð og hatri á þörfustu þjónustufyrirtækjunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“

Ragnar vill svör – „Á meðan þingheimur sleikir sólina sleikir þjóðin sárin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þú getur núna náð þér í stafrænt ökuskírteini

Þú getur núna náð þér í stafrænt ökuskírteini
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn segist vilja afglæpavæðingu og sakar Pírata um pólitískt leikrit og klækjabrögð

Kolbeinn segist vilja afglæpavæðingu og sakar Pírata um pólitískt leikrit og klækjabrögð