fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Tugir leitað sér aðstoðar vegna særandi ummæla borgarfulltrúa – Fundarseta Stefáns sögð óeðlileg

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. mars 2019 10:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er óeðlilegt að borgarritari sitji fund borgarráðs með kjörnum fulltrúum sem hann hefur harðlega gagnrýnt opinberlega,“ segir í bókun Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins á fundi borgarráðs í gær. Þar gagnrýndi hún viðveru Stefáns Eiríkssonar borgarritara á fundinum, vegna færslu sem hann skrifaði í lokuðum Facebookhópi starfsmanna Reykjavíkurborgar, hvar hann gagnrýndi framgöngu ónefndra borgarfulltrúa í garð starfsmanna borgarinnar. Sagði hann hegðun borgarfulltrúanna til skammar.

Sjá nánar: Stefán mjög reiður út í borgarfulltrúa:„Það er komið nóg“

Sjá einnig: Facebook-hópur borgarstarfsmanna orðinn að púðurtunnu

Vigdís sagði einnig í bókun sinni að Stefán hafi ekki séð sér fært að mæta á fund forsætisnefndar, til að gera grein fyrir máli sínu, þó svo óskað hefði verið sérstaklega eftir því:

„Allir fulltrúar minnihlutans liggja undir grun vegna ásakana hans í garð kjörinna fulltrúa, auk þess sem hann hefur opinberlega lýst því yfir að hann sækist ekki eftir að njóta trausts þeirra. Þessi staða er óásættanleg.“

Í samræmi við verklagsreglur

Bókun Vigdísar var svarað af meirihlutanum þar sem tilgreint var að Stefán ætti „að sjálfsögðu“ sæti á fundinum, í krafti embættis síns og í samræmi við verklagsreglur:

„Borgarritari er æðsti embættismaður borgarinnar að borgarstjóra undanskildum og staðgengill í fjarveru borgarstjóra. Hann á því að sjálfsögðu sæti á fundum borgarráðs og er það í samræmi við verklagsreglur um fundi borgarráðs þar sem segir að skrifstofustjóri borgarstjórnar, borgarlögmaður og borgarritari sitji fundi ráðsins.“

Tugir starfsmanna í öngum sínum

Í bókun meirihlutans er tekið fram að fulltrúar 70 starfsmanna Reykjavíkurborgar hafi leitað sér aðstoðar vegna meiðandi og særandi ummæla kjörinna fulltrúa, sem sé fordæmalaust. Engum dylst að þar sé átt við Vigdísi Hauksdóttur, meðal annarra, sem hefur verið einna háværust í gagnrýni sinni á störf meirihlutans og Reykjavíkurborgar:

„Tilefni þess að borgarritari skrifaði starfsfólki borgarinnar er hegðun, atferli og framkoma kjörinna fulltrúa. Nú þegar hafa tveir starfsmenn borgarinnar hrökklast úr starfi vegna slæms starfsumhverfis og hegðunar kjörinna fulltrúa auk þess sem fulltrúar um 70 manns hafa leitað til mannauðsþjónustu borgarinnar vegna meiðandi og særandi ummæla, orðræðu og framkomu kjörinna fulltrúa. Það að fulltrúar 70 starfsmanna sjái ástæðu til að koma á framfæri kvörtunum vegna hegðunar kjörinna fulltrúa á sér ekki fordæmi í sögu borgarinnar. Þó hefur þolinmæði starfsmanna gagnvart ummælum kjörinna fulltrúa verið mikil og því mat borgarritari það nauðsynlegt að stíga fram fyrir hönd starfsfólks borginnar og segja að nú sé komið nóg. Þetta gerði hann vegna þess að starfsfólk og embættismenn borgarinnar geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér þegar kjörnir fulltrúar ganga fram með slíkum hætti. Það er dapurlegt að nærvera starfsfólks borgarinnar á fundum borgarráðs skuli misbjóða borgarfulltrúa Miðflokksins. Þá er rétt að halda því til haga að borgarritari kom ekki á fund forsætisnefndar þar sem forseti borgarstjórnar ákvað í samráði við fulltrúann sem hafði óskað eftir umræðunni að bíða með málið á þeim vettvangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn