fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Segir borgarstjóra slá met í „niðurrifsstarfsemi“ með því að end­ur­vekja „ástand eft­ir­stríðsár­anna“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. mars 2019 10:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi blaðaútgefandi, gagnrýnir Dag B. Eggertsson borgarstjóra vegna tillögu meirihlutans til lausnar á heimatilbúnum húsnæðisvanda ungs fólks, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Sveinn segir Dag hafa slegið öll met:

„Nú hafa Dag­ur og hjálp­arlið hans í borg­inni slegið öll met í niðurrifs­starf­semi sinni og er þó af nógu að taka. Nýj­ar til­lög­ur þeirra til lausn­ar á heima­til­bún­um hús­næðis­vanda unga fólks­ins hafa verið til­kynnt­ar. Byggja skal litla skúra á baklóðum húsa í borg­inni og inn­rétta eins marga bíl­skúra og hægt er, til íbúðar.“

Sveinn segir átakanlegt að gera sér grein fyrir því óefni sem í stefnir í húsnæðismálum þegar málum sé svo háttað:

„Nú skal unga fólk­inu komið fyr­ir í skúr­um og bíla­geymsl­um á baklóðum borg­ar­inn­ar, en stór­fyr­ir­tækj­um og bygg­inga­ver­tök­um af­hent­ar all­ar góðar bygg­ingalóðir miðborg­ar­inn­ar. Öll miðborg­in er orðin að einu stóru Skugga­sundi, þar sem aldrei sést til sól­ar og Reyk­vík­ing­ar geta hvorki séð hafið né Esj­una, fjall Reykja­vík­ur. Að sjálf­sögðu hef­ur eng­inn venju­leg­ur borg­ari efni á að kaupa íbúðir miðborg­ar­inn­ar sem eru til sölu á marg­földu verði.“

Eftirstríðsástandið endurvakið

„Nú­ver­andi borg­ar­stjóri ætl­ar sem sagt, með stuðningi full­trúa „Viðreisn­ar“ og „Pírata“ í borg­ar­stjórn, að fara þá leið að end­ur­vekja ástand eft­ir­stríðsár­anna í bú­setu­mál­um Reyk­vík­inga. Nú skulu sem flest­ir hljóta ör­lög „Guðrún­ar í skúrn­um“.

Sveinn vísar til Guðrúnar nokkurrar, ekkju með tvö börn, fyrir um 60-70 árum síðan, sem bjó í skúr í Rauðarárholtinu, en hún er Sveini minnisstæð fyrir bágbornar aðstæður sínar, sem hann segir nýja stefnu Dags B. Eggertssonar minna á:

„Hún var stór­mynd­ar­leg og reglu­söm kona, sem sá fyr­ir fjöl­skyld­unni með skúr­ing­um á kvöld­in í nokkr­um verzl­un­um í ná­grenn­inu. Það var úti­lokað að hún, sak­ir hús­næðis­skorts og fá­tækt­ar, gæti komið sér í betri aðstæður. En sem bet­ur fer ríkti þarna ráðdeild og reglu­semi. Þessi kona var alltaf kennd við skúr­inn sinn og kölluð „Guðrún í skúrn­um“ . Ná­grann­ar, þótt lítt hefðu af­lögu sjálf­ir, reyndu oft að færa henni og börn­un­um lít­il­ræði. Börn „Guðrún­ar í skúrn­um“ voru dug­leg og vel gerð og urðu bæði landsþekkt­ir vís­inda­menn í okk­ar þjóðfé­lagi. Ég er hrædd­ur um að þau sjái ekki kost­ina við þær fyr­ir­ætlan­ir Dags B. Eggerts­son­ar og fylgi­fiska hans að end­ur­vekja þetta ástand í hús­næðismál­um Reykja­vík­ur­borg­ar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“