fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Eyjan

Millistéttarkarl að tína rusl

Egill Helgason
Föstudaginn 6. apríl 2018 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Bárðarson sendi mér þessa stöng. Ég veit reyndar ekki alveg hvað á að kalla þetta – er það ruslatína? Líklega er það í framhaldi af pistli sem ég skrifaði um hreinsunaraðgerðir helgarinnar.

Ég kann Einari góðar þakkir fyrir, stöngin kemur ábyggilega í góðar þarfir.

 

 

En ég hef samt smá áhyggjur af því hvort ég treysti mér til að nota hana. Ég las nefnilega á netinu um daginn að það sé svo fjarskalega „millistéttarlegt“ að vera úti að tína rusl. Og varla vill maður vera „millistéttarlegur“ – eða hvað?

Þannig hlýt ég að vera mjög hugsi yfir tvennum ummælum sem mætar konur settu á alnetið:

1. Plokkið er frábært tæki fyrir moral balancing. Nú er hægt að týna smá rusl og halda svo botnlausri neyslu áfram með góðri samvisku. Svo er meira að segja farið að selja alls konar meira drasl til að stunda plokkið.

2. Mér finnst persónulega frekar skondið að það sé orðið eitthvað millistéttaræði að fara út og tína rusl í heilsubótarskyni. Prollan í mér brosir aðeins á meðan ég hristi hausinn yfir tækifærismennsku kapítalismans í að snúa mögulegum umhverfisumbótum þess upp í andhverfu sína.

Eða er kannski óþarfi að flækja þetta svona,  fara bara út og bæta aðeins nærumhverfið?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna