fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Birgitta hætt í Pírötum: „Vonsvikin með stjórnmálin, almenning, kerfið almennt og Píratar eru ekkert undanskildir“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 5. apríl 2018 16:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Birgitta Jónsdóttir, einn stofnenda Pírata og fyrrum kafteinn og þingmaður flokksins á Alþingi, segist vera hætt í hljómsveitinni Píratar sem hún stofnaði. Þetta kemur fram á Facebooksíðu Birgittu. Í samtali við Eyjuna sagðist hún hafa hætt fyrir löngu, eða í desember:

„Það er nú langt síðan ég hætti sko, ég setti inn færslu á Twitter í desember, en það bara tók enginn eftir því !“

segir Birgitta og hlær.

„Ég vildi bara gera þetta opinbert með þessum hætti núna, ég  minntist á þetta í Harmageddon líka og hef verið að fá einhverjar fyrirspurnir, þannig að nú er þetta orðið opinbert.“

Hún segir margt spila inn í þessa ákvörðun, en aðallega sé það lýjandi að berjast fyrir breytingum gegn ónýtu kerfi:

„Það eru allskonar ástæður. Ég hef reynt að leggja mitt af mörkum til að breyta spilltu kerfi, en það tókst ekki. Ég er vonsvikin með stjórnmálin, almenning, kerfið almennt og Píratar eru ekkert undanskildir, það er alveg sama hversu gott fólk þú setur inn í þetta gallaða kerfi. Enginn flokkur mun geta breytt áratugalangri spillingarhefð Sjálfstæðisflokksins. Það er líka erfitt að fá fólk til að vinna saman og rísa úr sófanum sínum, þar eru svo margir með smápungakomplexa. En kannski verða meiri breytingar eftir næsta hrun, ætli það styttist ekki í það,“

sagði Birgitta.

Hún situr þó ekki auðum höndum, en hún situr í nefnd sem forsætisráðherra skipaði um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis, sem hún átti sjálf hugmyndina að.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna