fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Eyjan

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking í meirihlutasamstarf ?

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. apríl 2018 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson

Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, kemur með athyglisverða greiningu á nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag, þar sem fram kemur að meirihlutinn sé fallinn í borginni.

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mælast með 28 og 27 prósenta fylgi, fá 7 menn hvor flokkur.

Styrmir segir könnunina vísbendingu um hversu erfitt geti orðið að mynda starfhæfan meirihluta:

„Ný skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag um fylgi flokka í Reykjavík, sem sýnir að núverandi meirihluti í borgarstjórn gæti verið fallinn, er jafnframt vísbending um hversu erfitt getur orðið að mynda þar starfhæfan meirihluta að kosningum loknum. Það yrði mjög erfitt fyrir Samfylkinguna að mynda slíkan meirihluta með mörgum smáflokkum. Og þá vaknar spurningin, ef kosningar færu á þennan veg, hvort niðurstaðan gæti orðið samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.“

Styrmir segir þá hugmynd ekki langsóttari en hugmyndina um þriggja flokka ríkisstjórn sem varð að veruleika:

„Þótt sú hugmynd þyki vafalaust langsótt er hún ekki langsóttari en sú hugmynd um það samstarf í ríkisstjórn, sem varð að veruleika með þátttöku þriggja flokka. Það verður fróðlegt að sjá hverju oddvitar flokkanna tveggja svara, ef þeir verða spurðir um þennan möguleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi

Björn Jón skrifar: Sic transit gloria mundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Hildur mætir ólesin í munnlegt próf

Svarthöfði skrifar: Hildur mætir ólesin í munnlegt próf