fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Freyja ráðin aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. mars 2018 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyja Steingrímsdóttir

Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmála- og upplýsingaráðgjafi, hefur verið ráðin pólitískur ráðgjafi Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar.

 Freyja hefur síðustu ár starfað við stjórnun herferða og almannatengsl, nú síðast fyrir Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þá hefur hún meðal annars starfað sem verkefnastjóri fyrir Evrópuþingkosningar, unnið að upplýsingamálum fyrir Eftirlitsstofnun EFTA og sinnt stjórnmála- og upplýsingaráðgjöf víða um Evrópu og í Bandaríkjunum fyrir fyrirtækið Indigo Strategies.

 Freyja hefur unnið til fjölda evrópskra verðlauna (Polaris Awards EAPC) fyrir herferðir sem hún hefur stýrt. Árið 2017 vann hún fern verðlaun fyrir málefnaherferð með það að markmiði að þrýsta á Framkvæmdarstjórn ESB að samþykkja löggjöf um vinnuvernd. Í síðustu viku vann hún síðan aftur til tveggja verðlauna fyrir herferð sem hún mótaði og stýrði fyrir evrópsku verkalýðshreyfinguna í flokkunum besta notkun samfélagsmiðla og besta stafræna herferðin.

Freyja er fædd 1989 og er menntuð í stjórnmála- og jafnréttisfræðum. Hún hefur auk þess unnið að margvíslegu félagsstarfi t.d. fyrir Stúdentaráð, Unga Evrópusinna, Já Ísland, Leaderise (Young Women who Lead) og Samfylkinguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 vikum

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu