fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Björn Bjarnason: „Þeir sem benda á vanþekkingu Þórhildar Sunnu eru sakaðir um aðför að konum!“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. febrúar 2018 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokkur Pírata sé sundurleitur hópur, sem geti þó sameinast um mál þar sem hann getur látið eins og hann sé betri og heiðarlegri en aðrir. Er Björn að vísa til orða Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, er hún sagðist í Silfrinu hafa rökstuddan grun um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi dregið að sér fé, varðandi akstursgreiðslur hans.

Björn er ekki sáttur við að þeir sem gagnrýni orðanotkun Þórhildar Sunnu séu sakaðir um „aðför að konum“:

 

„Undarlegt var að heyra í sal alþingis mánudaginn 26. febrúar að það sæmdi ekki að saka konu úr hópi þingmanna að tala af vanþekkingu um samþingmann sinn þegar hún sagði í sjónvarpi að það væri „rökstuddur grunur“ um eitthvað athugavert við meðferð hans á opinberum fjármunum. Það kallaði á frekari rannsókn. Einmitt á þennan veg er talað þegar lögregla hefst handa við rannsókn á sakamáli, henni er bannað að hefja slíka rannsókn nema fyrir liggi „rökstuddur grunur“ um lögbrot. Nú segja Píratar og málsvarar þeirra að þetta þýði eitthvað annað og þeir sem benda á vanþekkingu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, eru sakaðir um aðför að konum!

Vísaði Björn þar til orða Andrésar Inga Jónssonar, VG, sem vildi meina að Brynjar Níelsson hefði gerst sekur um karlrembu skömmu áður:

„Í umræðunum um óvarleg orð Þórhildar Sunnu benti Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokki, á að hún hefði ekkert til síns máls þegar hún talaði um „rökstuddan grun“ í tengslum við akstursgreiðslur til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Brynjar sagði:

„Og svo komið þið öll hér, hv. þingmenn, og blaðrið um þetta með þessum hætti, að hér sé einhver misskilningur eða einhver orðhengilsháttur. Þetta er ekki orðhengilsháttur. Verið er að saka menn um alvarleg brot og menn eiga að skammast sín fyrir það.“

Þá kvaddi Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, sér hljóðs og sagði:

„Ég velti því fyrir mér hvort styttist í það að við hlustum ekki á þingkarl standa í þessari pontu og segja að þingkona úti í salnum noti hér hugtök sem hún ráði ekki alveg við, með leyfi forseta. Ég vona að það sé bráðum liðin tíð.“

Skyldi þingmaðurinn átta sig á hvað felst í þessum orðum hans? Afstaðan er í raun niðurlægjandi fyrir konur. Það megi ekki lýsa vel rökstuddri skoðun um að Þórhildur Sunna fari með rangt mál af því að hún er kona. Í þessum umræðum vildu þingmenn Pírata telja öðrum þingmönnum trú um að „rökstuddur grunur“ væri eitthvað annað en „rökstuddur grunur“. Að benda á rökþrot þeirra er síðan túlkað af þingmanni VG sem árás á konur,“

segir Björn. Hann vitnar síðan aftur í þingræðu Þórhildar, hvar hún réttlætti forkastanlega framgöngu sína, að mati Björns:

„Á fundi alþingis þriðjudaginn 27. febrúar steig Þórhildur Sunna í ræðustól til að réttlæta forkastanlega framgöngu sína. Ræðan hófst á þessum orðum:

„Að gæta orða sinna er góða gjalda vert í flestum tilfellum. Þó ætti okkur í frjálsu lýðræðisríki að vera frjálst að viðhafa stór orð, jafnvel móðgandi eða særandi, sérstaklega þegar kemur að pólitískri og samfélagslegri umræðu á opinberum vettvangi.“

Ræðunni lauk á þessum orðum:

„Því vil ég mælast til þess af öllum þingmönnum sem hafa ásakað þá sem hér stendur um að gæta orða sinna og vanda að virðingu þingsins að fara sérstaklega varlega með það þegar verið er að draga úr rétti t.d. útlendinga hér eða annarra minnihlutahópa (Forseti hringir.)í samfélaginu í þessari pontu að gæta að því lýðræðislega hlutverki að allir skuli jafnir fyrir lögum og öll njótum við mannréttinda. Því að þar þarf að gæta orða sinna.“

Þessi texti er torskilinn. Þingmaðurinn er þó greinilega að verja rétt sinn til að móðga og særa aðra, sýnist henni svo.

Þingflokkur Pírata er sundurleitur hópur. Hann sameinast þó um mál þar sem hann getur látið eins og hann sé betri og heiðarlegri en aðrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna