fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Eyjan

Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykktur

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 24. febrúar 2018 10:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framboðslisti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor var samþykktur samhljóða og með lófataki í dag, á fundi á Hótel Natura. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri leiðir listann en hann varð efstur í flokksvali sem haldið var fyrr í mánuðinum. Í efstu fimm sætunum sitja borgarfulltrúar Samfylkingarinnar, á eftir Degi koma Heiða Björg Hilmisdóttir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir og Hjálmar Sveinsson. Er sú röð í samræmi við niðurstöðu flokksvalsins.

Í næstu sætum þar fyrir neðan sitja Sabine Leskopf, varaborgarfulltrúi, Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþingiskona og Magnús Már Guðmundsson varaborgarfulltrúi. Í níunda sæti situr Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúndentaráðs Háskóla Íslands og í tíunda sæti Ellen Jacqueline Calmon, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands.

Listinn er skipaður 20 körlum og 26 konum. Af öðrum frambjóðendum sem vekja athygli eru meðal annarra Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona og aktívisti, Guðrún Ásmundsdóttir, leikkona, Berglind Eyjólfsdóttir, lögreglukona, Stefán Benediktsson og Ellert B. Schram, sem báðir eru fyrrverandi alþingismenn, Margrét Pálmadóttir, kórstjóri, og í heiðurssætinu situr Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri.

Heildarlistinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki

Orðið á götunni: Svona gerir maður ekki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sorg þeirra er okkar sorg